Skrifað 10.10.2013

Íslendingar á Spáni koma saman.

Eins og alþjóð veit spilar íslenska landsliðið í knattspyrnu mjög mikilvæg leik á morgunn við Kýpur á laugardagsvelli. Í tilefni af því ætla Íslendingar á Costa Blanca svæði á Spáni að hittast á íslendingastaðnum Gourmet Burgers í Cabo Roig hverfinu og horfa á beina útsendingu frá leiknum. Leikurinn hefst kl 20:45 að spænskum tíma en Íslendingar eru hvattir til að mæta fyrr og gæða sér á gæða hamborgurum á staðnum og koma sér í gírinn fyrir leik. Tilkynna þarf þátttöku í mat á [email protected] eða í símanúmerið 6621447 Áfram Ísland.