Skrifað 07.07.2012

Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin opnar í sept

Í vikunni var opinberað að verslunarmiðstöðin "Zenia Bouolevard" í La Zenia/Playa Flamenca hverfinu mun formlega opna þann 25. september næstkomandi. Verslunarmiðstöðin er sú stærsta í Alicante héraði og greinilega mikill metnaður hjá eigendum þegar litið er til þeirra verslana sem verða í mistöðinni. Í verslunarmiðstöðinni verða um 150 verslanir og nú þegar hefur um 96% af húsnæðinu verið úthlutað til verslana eins og H&M, Primark, Leroy Merlin, Declathin, C&A, Punto Roma, Zara; Alcampo, Kiko, Druni og þannig mætti lengi telja. Þess má geta til samanburðar að í Smáralind eru um 70 versalanir. ´Verslunarhúsnæðið er um 160.000 fm að stærð og á svæðinu verða ekki aðeins verslanir heldur veitingastaðir, bowling og ýmiss konar afþreyingaraðstaða. Nú geta Íslendingar farið að hlakka til.