Skrifað 06.03.2016

Íslendingar handteknir á Torreviejasvæðinu

Fjórir einstaklingur á aldrinum 23 til 35 ára voru um miðjan febrúar síðastliðinn handteknir í spænska bænum San Miguel á Torreviejasvæðinu fyrir stórfellda ræktun á Marijúna.Lögreglan hefur staðfest að tveir hinna handteknu eru Íslendingar en í samhæfri lögregluaðgerð þann 16. febrúar síðasliðinn réðst lögreglan...

Skrifað 17.02.2016

Mikill uppgangur í Terra Mitica skemmtigarðinum

Eftir mikla niðursveiflu undanfarin misseri á aðsókn í skemmtigarðinn Terra Mitica við Benidorm virðast nýjir eigendur skemmtigarðsins horfa björtum augum til framtíðar á 16. starfsári garðsins. Fyrir stuttu síðan tilkynntu þeir að í sumar munu þeir opna fjögurra stjörnu hótel í skemmtigarðinum undir nafninu "Grand Luxor Hotel" en um verður að...

Skrifað 31.12.2015

Áramótakveðja

Starfsfólk Costablanca og Spánarheimilis þakkar öllum viðskiptavinum sínum nær og fjær fyrir liðið ár um leið og við óskum ykkur og heimasíðagestum gleðilegs og farsæls nýs ferðaárs. 

Skrifað 08.12.2015

Costablanca Open 2016

Áttunda árið í röð verður hið árlega Costablanca Open daganna 19. - 26. apríl 2016. Um er að ræða vikugolfferð til Spánar þar sem blandað er saman golfi - golfmóti - golfkennslu - golfskóla og skemmtun á kvöldin.  Fyrirkomulag og skipulag ferðarinnar hefur þróast að teknu tilliti til óska þátttakenda undanfarinna ára með...

Skrifað 23.08.2015

Ódýrari golfferðir

Viljum vekja athygli á því að það hefur verið vinsælt hjá íslenskum golfurum að lengja íslenska golfsumarið og að vinahópurinn skipuleggur sína spánargolfferð með okkar aðstoð. Það skemmtilega er að verðið kemur ávalt öllum óvart. Sá háttur er þá hafður á að golfararnir bóka sjálfir flugið og finna...

Skrifað 14.08.2015

Feluleikur spænskra bílaleiga

Að gefnu tilefni viljum við koma á framfæri nokkrum þarflegum ábendingum gagnvart þeim Íslendingum sem hyggjast leigja sér bílaleigubíl á Spáni. Mikið er um að það að íslenskir ferðalangar leigi sér bílaleigubíla í gegnum internetið og leiti að bestu verðunum hverju sinni. Allt of mikið hefur borið á því hjá okkar...

Skrifað 29.06.2015

Hitabylgja framundan

Spænska verðurstofan hefur gefið út viðvörun um að hitabylgja skelli á flestum hlutum Spánar næstu daga. Ástæðan er veðurkerfi sem hefur hlotið heitið Flegeþon eða Eldfljótið sem dælir heitu lofti frá Afríku. Hitinn mun fara vel yfir 40 stigin inn í landi og til að mynda spáð 44 gráðum í Madrid um næstu helgi. Við Miðjarðarhafið eða...

Skrifað 01.06.2015

Internet í orlofseignum Costablanca

Eins og flestir leigjendur og viðskiptavinir Costablanca hafa tekið eftir í gegnum okkar leiguíbúðarvef þá byrjuðum við á því síðastliðið sumar að leigja út til okkar viðskiptavina sem leigja orlofseignir svokallaðan 3G WIFI router sem gerir leigjandanum kleift að taka fartölvuna eða Ipadinn með í fríið og vera nettengdur á Spáni fyrir kr. 5.000...

Skrifað 28.03.2015

Ferðatímabilið hafið og heiðskýrt veður framundan

Síðastliðin fimmtudag hófst beint flug frá Íslandi til Alicante á Costa Blanca ströndinni og má því segja að ferðatímabílið 2015 sé þar með formlega hafið. Framundan næstu daga fyrir páskana eru fjölda fluga frá Íslandi en þrjú flugfélög, Icelandair, Primerarair og Wowair munu fljúga beint til Alicante frá Íslandi með...

Skrifað 13.01.2015

Árið 2014 var það heitasta í rúm 60 ár.

Samkvæmt árlegu samanburðaryfirliti spænsku Verðurstofunni AEMET var árið 2014 það heitasta og um leið það þurrasta í áraraðir í Valencia sýslu. Þess má geta að allt Costa Blanca svæðið og aðal sumarleyfisdvalarstaðir Íslendinga eru í Valencia sýslu. Meðalhitastig ársins 2014 var 16,3 gráður og hefur ársmeðaltal hitastigs...