Skrifað 17.03.2020

Breyting á leiguskilmálum vegna Covid-19 veirunnar

Í ljósi ástandsins í heiminum í dag hefur hægst á íslensku þjóðfélagi og ákveðin óvissa í gangi og margar spurningar brenna á fólki. Mjög margir viðskiptavinir sem hafa þegar bókað leigueignir í gegnum okkur á Spáni á næstu vikum hafa sett sig í samband við okkur og lagt fyrir okkur ýmsar spurningar er lúta að sínum...

Skrifað 19.01.2020

Mikið framboð af beinu flugi sumarið 2020

Eftir fall Wow á síðasta ári myndaðist skarð í flugframboði á flugleiðinni frá Íslandi til Alicante sem er miðpunktur sólþyrsta Íslendinga á hin ýmsa staði við Miðjarðhafið. Með sanni má segja að flugfélagið Norwegian hafi fyllt þetta skarð svo unn muni en þeir hafa í allan vetur verið með beint flug og verða með beint flug 4 x...

Skrifað 06.06.2019

Vetarleiga - veturinn 2019-2020

Frá og með 1.október 2019 bjóða Costablanca og Spánarheimili til lengr tíma leigu fasteignir á svæðinu á "vetrarleigu verði" . Fjöldinn  allur af mismunandi fasteignum á mismunandi svæðum. Skoða má úrvalið hér : Vetrarleiga

Skrifað 04.04.2019

Blikur á lofti í flugmálum til Alicante

Það er ljóst að brotthvarf WOWair skilur eftir sig mikið skarð í framboði flugsæta til Alicante. Eins og staðan er í dag eru 3 flugfélög sem fljúga í beinu flugi til Alicante en þetta eru Icelandair - Neosair og Norwegian. Neosair er ítalskt flugfélag sem mun fljúga 1 x í viku til og frá Alicante en unnt er að bóka í gegnum heimasíðu þeirra eða...

Skrifað 21.02.2017

Gífurleg lækkun á flugverði - Nýir valkostir

Í gærdag tilkynnti lágfargjaldaflugfélagið Norwegian að þeir munu frá og með 5.júní næstkomandi hefja beint áætlunarflug á milli Keflavíkur og Alicante. Núna í vetur hefur Norwegian verið með beint flug á milli Barcelona annars vegar og Madridar hins vegar beint til Íslands og því er hér um hreina viðbót að ræða. Þeir munu fljúga tvisvar...

Skrifað 07.01.2017

Metfjöldi ferðamanna árið 2016.

Í nýliðinni viku birti Ferðamálaráð Spánar tölur þess efnis sem sýna svo ekki verði umvillst að algjört met var slegið í komu ferðamanna til Spánar árið 2016. Hvorki meira né minna en rúmlega 70 milljónir manna komu sem ferðamenn til Spánar og um 20% þeirra eða um 12 milljónir gistu á hótelum eða í hótelíbúðum....

Skrifað 06.11.2016

Styttist í skil á skattskýrslum fyrir íslenska fasteignaeigndur á Spáni.

Þeir sem eiga fasteign á Spáni, hvort heldur þeir sem eru skráðir einir fyrir eign eða með öðrum, þurfa að skila árlegu skattframtali til skattayfirvalda. Og þá vitaskuld áður en framtalsfrestur rennur út sem er í lok hvers árs fyrir skattárið á undan. Hvaða skatta og hversu mikið þarf að greiða miðast svo við það hvort viðkomandi telst hafa...

Skrifað 23.07.2016

Varðandi leigueignir Costablanca og fyrirspurnir

Að gefnu tilefni viljum nefna það að bókunardagatalið við leigueignirnar á leiguvefnum er ekki virkt vegna tæknilegra atriða og við óskum eftir þvi að áhugasamir leigjendur sendir fyrispurnir um leigu orlofseigna á netfangið [email protected] Starfsfólk okkar leitast við að svara fljótt og vel en mikið álag er á starfsfólki bæði á Spáni og Íslandi...

Skrifað 13.06.2016

Íslendingar á Costa Blanca svæðinu hópast saman vegna EM

Búið er að semja við enska pöbbinn TRINITY um að að allir Íslendingar á Costa Blanca svæðinu geti komið saman á staðnum til að horfa á leiki Íslands á EM sem nú stendur yfir í Frakklandi. Fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl 21;00 að spænskum tíma. Staðurinn er staðsettur í strandhverfinu Cabo...

Skrifað 05.05.2016

Golfmót Íslendinga á Spáni lokið

Það voru sællegir golfarar sem héldu að landi brott frá Spáni í síðustu viku að aflokinni frábærri golfferð og þátttöku í Costablanca Open 2016. Þessi árlega golfferð hefur svo sannanlega fest sig í sessi en í ár voru um tæplega 100 íslendingar sem tóku þátt. Blandað var saman golfi og skemmtun og ljóst að mótið heppnaðist...