Spænsk Erfðaskrá

Við mælum eindregið með því að allir þeir Íslendingar sem eiga fasteign á Spáni láti gera spænska erfðaskrá til að forða erfingjum frá tímafrekum og kostnaðarsömum lagalegum vandamálum, sem upp kunna að koma við fráfall. Gerð erfðaskrár á Spáni er alþekkt fyrirkomulag og ekkert feimnismál.

Allar spænskar erfðaskrár eru skráðar hjá “Registro de Actos de Ultima Voluntad” sem er skrá yfir erfðaskrár sem gerðar eru á Spáni.  Spænska erfðaskráin gildir eingöngu fyrir eignir sem eru á Spáni (fasteignir, bifreiðar, bankareikninga o.s.frv.). Spænsk lög kveða nefnilega á um það að við fráfall útlendings sem ekki er með fasta búsetu á Spáni að þá skuli fylgja eftir Erfðalögum þess lands þar viðkomandi er skráður til heimilis við andlát og er því í erfðaskrá kveðið á um það að ráðstöfun á arfshlut þess látna skuli fylgja íslenskum lögum. Ef erfðaskrá er ekki fyrir að fara við andlát skapast ákveðin óþægindi. Nefna má að allir bankareikningar á Spáni frystast þar til erfingjar hafi sýnt fram á það með tilskildum gögnum frá Íslandi og þýddum af löggiltum skjalaþýðanda hverjir séu sannarlega hinu réttu erfingjar. Slíkt ferli getur tekið marga mánuði eða ár í framkvæmd í gegnum stjórnkerfið á Spáni.  

Nauðsynlegt er því að hver og einn hlutaðeigandi að fasteign geri erfðaskrá hver fyrir sig. Ef t.d. 4 aðilar eru sameiginlegir eigendur að eign að það séu þá gerðar 4 erfðaskrár.

Við tökum að okkur að aðstoða við gerð erfðaskrár og sjáum til þess að hún sé vottuð á viðeigandi hátt og skráð hjá tilskildum yfirvöldum á Spáni. Þjónustan innifelur gerð uppkasts á spænsku / íslensku samkvæmt fyrirmælum þess er gerir erfðaskrána, fylgd og túlkun á svokallaðari nótaríu (sambærilegt við sýslumann) sem vottar að skilríki séu rétt og að farið sé eftir erfða- og hjúskaparlögum..

Viðkomandi fær afhent staðfest afrit af erfðaskránni sem er stimplað af nótaríunni. Frumritið er varðveitt á nótaríunni, en notarían sendir afrit til dómsmálaráðuneytis Spánar sem skráir að erfðaskrá hafi verið gerð, samt án þess að athuga innihald erfðaskránar. Þannig er tryggt að það sé skráð opinberlega að viðkomandi hafi gert erfðaskrá en innihaldi hennar er haldið leyndu þar til viðkomandi fellur frá.

Við tilfærslu arfshluta þess látna yfir til erfingja skv erfðaskrá þarf að greiða erfðafjárskatt til spænska ríkisins en sá skattur er í ákveðnum þrepum og er frá 7 til 34% af nettó arfshluta sem verið er að ráðstafa og fer skattþrepið hækkandi eftir því sem arfshlutinn er meiri og fjölskyldutengslin fjarri. Það er síðan ýmsar lækkunaraðstæður sem koma til frádráttar þessum skatti en nefna má aðstæður eins og aldur erfingja, fjölskyldutengsl, árafjöldi sem eign hefur verið í eigu þess látna o.s.frv. Mjög algengt að erfðafjárskatturinn á 50% arfshluta sé í kringum 3.000 til 5.000 evrur miðað við eign sem er verðmetin á um 120.000 – 200.000 evrur

Aðstoð okkar við gerð erfðaskrá er að kosta 200 evrur pr mann og er þá innifalið í því verði allur kostnaður , skattar og gjöld sem til fellur hjá Notari (Sýslumanni) við gerð erfðaskárinnar ásamt allri lagalegri ráðgjöf og aðstoð við gerð erfðaskrárinnar.

Allar frekari upplýsingar hjá [email protected] eða [email protected]