Skattskýrslugerð

Allir þeir sem gengu frá kaupum á eign á Spáni árið 2017 (miðað við afsalsdag) þurfa að huga nú að árlegri skattskýrslugerð. Þeir sem keyptu árið 2018 geta verið rólegir og þurfa ekki að skila inn skattaskýrslu fyrr en í desember 2019. Lögin er nefnilega þannig að allir þeir útlendingar sem eiga fasteign á Spáni þurfa að skila inn árlega formlegri skattskýrslu sem snýr þá einvörðungu um eignina sem slíka en hefur ekkert að segja um tekjur, bætur, lífeyri eða neitt slíkt. Ef hjón eiga eign saman þá þarf að gera 2 skattaskýrslur eða fyrir eignarhlut hvors aðila. 

Hvaða skatta og hversu mikið þarf að greiða miðast við hvort viðkomandi telst hafa fasta búsetu á Spáni eða ekki.
Þeir sem eru ekki með fasta búsetu á Spáni (non-resident) 
og hafa skattalegt lögheimili utan Spánar og dveljast um leið innan við 183 daga á ári hverju á Spáni þurfa að greiða eftirfarandi skatta ár hvert á Spáni;
• IBI – fasteignagjöld sem fara til þess ráðhúss þar sem eignin er skráð og er innheimt af innheimtufyrirtækinu Suma (greitt 1 x á ári og er í kringum 200 - 300 evrur - greiðist i júli eða sept/okt hvert ár)
• IRNR skattur – (non resident) – reiknaður tekjuskattur sem fer til spænskra skattayfirvalda (Hacienda) Þessi skattur er ekki hár og má segja að þetta sé ákveðinn nefskattur þar sem
spænsk skattayfirvöld reikna með að allar eignir gefi af sér tekjur fyrir eigendur (greitt 1 x á ári og í kringum 80 - 150 evrur og greitt við skattskýrlsugerð)

Margir Íslendingar hafa hunsað þessar skattskýrslugerð og hugsað með sér að þeir væru ekki með fasta búsetu á Spáni og greiddu sína skatta og skyldur á Íslandi og eins að þeir muni selja fasteignina einhvern tímann síðar og greiða þá tilskilda skatta við söluna þegar þar að kemur. Þetta er mikill misskilningur og það mun koma að skuldadögum. Það er nefnilega svo að þegar gengið er frá sölu á fasteign hjá seljanda sem er ekki með fasta búsetu þá þarf Sýslumaðurinn (Notary) að sjá til þess að 3% af uppgefnu söluverði eignarinnar sé haldið eftir fyrir spænsk skattayfirvöld. Nefna má þetta sem ákveðinn vörsluskatt sem spænski
skatturinn (Hacienda) heldur eftir þar til þeir eru búnir að ganga úr skugga um það að viðkomandi seljandi hafi gert árlegar skattaskýrslur á eigendatímanum og hafi greitt sína skatta og skyldur eftir því.
Ef það hefur ekki verið gert getur skattstofan haldið þessum 3% eftir þar til seljandinn hefur gert skil á þessum árlegum sköttum sem í flestum tilfellum yrði mun lægri fjárhæð þegar uppi er staðið en þessi 3% vörsluskattur.
Það gæti tekið óratíma og jafnvel nokkur ár að fá slíkan skatt endurgreiddan en ef skattaskýrslunar hafa verið gerðar samviskulega árlega þá er ekki neitt vandamál að fá þessi
3% til baka en slík endurgreiðsla tekur aðeins nokkra mánuði.

Fasteignaeigendur ættu ekki að leggja trúnað á sögusagnir sem eru á kreiki þess efnis að þeir þurfi ekki að greiða þessa skatta.

Þeir sem eiga fasteign á Spáni án fasta búsetu þurfa að greiða skatta. Þetta er þrátt fyrir að .......
• Eigendur komi sjaldan og dvelji einungis nokkra daga í eigninni eða jafnvel komi alls ekki
• Eigandi hafi ekki fengið ítrekunarkröfu frá Hacienda. Hafi honum ekki borist slíkt bréf þýðir það að þeir vilja láta framkvæma rannsókn
• Eigandi sé ekki að hafa neinar eiginlegar tekjur af eigninni og/eða hún standi auð
• Eigandi tali hvorki né skilji spænsku
Fasteignaeigendur munu fá reikning sendan fyrir IBI skattinum. Spurningin er; mun viðkomandi
berast sá reikningur eða sjá hann? Það er ekki endilega víst. Ákaflega mikilvægt er að greiða þennan skatt. Yfirvöld geta gert fjárnám hvort heldur er á bankareikningum eða í eigninni sjálfri vegna vangoldinna IBI skatta.
Í sambandi við IRNR skattinn er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekki er sendur reikningur til viðkomandi né send krafa frá spænskum skattayfirvöldum. Fasteignaeigandinn og skattgreiðandinn er einfaldlega skyldugur til að reikna út skattinn og koma skattframtalinu og greiðslunni til
skattayfirvalda. Þetta er á hans ábyrgð. Ákaflega mikilvægt er að hafa þessa hluti á hreinu og ganga úr skugga um að allar skattalegar skyldur fasteignaeigenda á Spáni séu uppfylltar til að koma í veg fyrir óvæntar og erfiðar uppákomur eftir á.

Skattgreiðandinn getur tilnefnt umboðsmann til að sjá um að gera skattframtalið fyrir hans hönd og koma greiðslunni til skattayfirvalda.
Hrafnhildur og Eva María hjá Spánarheimli taka að sér þessa skattskýrslugerð og vera um leið umboðsmenn fasteignaeigenda gagnvart skattinum hvað þetta allt framangreint varðar. Kostar sú þjónusta aðeins 50 evrur fyrir þá sem eru með eignir sínar í Fasteignaumsjón hjá Spánarheimili. Aðrir greiða 90 evrur fyrir skýrsluna.
Við skattskýrslugerðina þarf að hafa afrit af hinum ýmsum gögnum en við hjá Spánarheimili höfum allar upplýsingar í okkar kerfum varðandi okkar viðskiptavini. Þó mun okkur vanta áramótastöðuna á fasteignaláninu um síðustu áramót.

Þegar skattskýrslan hefur verið gerð og IRNR skatturinn greiddur er afrit af skattframtalinu sent rafrænt til viðkomandi aðila ásamt kvittun frá okkur. Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] eða [email protected] til að fá frekari upplýsingar. Síðasta frestdagur til að skila inn gögnum vegna skattskýrslugerðar er 20. des.