Lögfræðihornið
Í lögfræðihorninu gefst Íslendingum kostur á að fræðast um hin ýmsu málefni er snerta Íslendinga á Spáni en eins og gefur að skilja eru lög og reglur á Spáni að sumu leyti frábrugið því sem fólk á að venjast á Íslandi. Í samstarfi við spænska lögmann getum við aðstoðað Íslendinga á Costa Blanca ströndinni við öll þau lagalegu atriði er snúa að fasteignum, gerð skattaskýrslna, bifreiðakaup, fasteignakaup og öll önnur þau úrlausnarefni sem koma upp á degi hverjum. Á okkar snærum er einnig íslenskur lögfræðingur sem er búsettur á svæðinu og því er kærkomið að geta átt samskipti um lögfræðileg málefni á okkar ástkæra tungumáli. Fyrirspurnir má senda á lögfræðingana á [email protected]
Dæmi um verksvið eru:
- Gerð skattaskýrslna fyrir íslenska fasteignaeigendur.
- Aðstoð við útvegun á spænskri kennitölu - búsetuvottorði ofl
- Hagsmunagæsla við kaup eða sölu á fasteignum
- Aðstoð við eigendaskipti á bifreiðum eða öðrum lausafjármunum
- Aðstoð við að stofna spænskt skráð fyrirtæki og útvegun tilskilinna leyfa
- Aðstoð við að opna rekstur og útvega tilskilin leyfi yfirvalda.
- Málflutningur og hagsmunagæsla fyrir spænskum dómstólum
- Skjalagerð ýmiss konar eins og gerð leigusamninga - umboða - kaupsamninga
- Gerð spænskrar erfðaskrár fyrir íslenska fasteignaeigendur
- Aðstoð við innflutning og útflutning.
Dæmi úr verðskrá:
1. Gerð skattaskýrslna fyrir þá sem ekki hafa fasta búsetu 100 evrur
2. Gerð skattaskýrlsna fyrir þá sem eru með fasta búsetu 150 evrur
3. Endurheimting á 3% skatti við sölu á fasteign 250 evrur
4. Útvegun á spænskri kennitölu án þess að mæta sjálfur 150 evrur
5. Útvegn á búsetuvottorðið án þessa að mæta sjálfur 120 evrur
6. Aðstoð við eigendaskipti á bifreið 300 evrur
7. Hagsmunagæsla við sölu/kaup á fasteign með fasteignaláni 1500 evrur
8. Hagsmunagæsla við sölu/kaup á fasteign án fasteignaláns 1100 evrur
9. Gerð leigusamnings um íbúðarhúsnæði 250 evrur
10. Aðstoð við stofnun á spænsku fyrirtæki 1400 evrur
11. Gerð spænskrar erfðaskrár 250 evrur