Leiguskilmálar

Leiguskilmálar 

Leiguskilmálar þessir gilda um allar leigubókanir gerðar í gegnum heimasíðu, tölvupóst, síma eða með öðrum hætti  við CB Travel ehf (Costablanca) en fyrirtækið hefur fullt umboð eiganda allra leigueigna á leiguíbúðarvef Costablanca til að leigja út eignirnar og vera með í leiguumsjón fyrir hönd eiganda svo og koma á formlegum skammtímaleigusamningi.
Leigjandi skal kynna sér vel þessa leiguskilmála og um leið og staðfestingargreiðsla hefur verið greidd vegna leigubókunar er kominn á skammtímaleigusamningur um þá tilteknu eign og um leið litið svo á að leigjandi hafi samþykkt leiguskilmálana.  

1.0    Bókunarferlið
Þegar viðskiptavinur gerir bókun á tiltekna fasteign leitast starfsfólk Costablanca við að staðfesta bókunina innan 24 klst en áður en bókun er staðfest þarf að fá endanlega staðfestingu frá eiganda viðkomandi eignar. Þegar bókun hefur verið staðfest sendir Costablanca sérstaka bókunarstaðfestingu til leigjandans þar sem allir bókunarskilmálar koma fram ásamt upplýsingum um þjónustu Costablanca. Eignin er þá um leið frátekin í 3 daga eða þar til staðfestingargreiðslan hefur verið greidd.
Leigjandi þarf að vera eldri en 20 ára og getur Costablanca krafist þess að leigjandi framvísi persónuskilríkjum þessu til staðfestingar
 
2.0    Greiðslur
Bæði er unnt að greiða með millifærslu og kreditkorti í gegnum öruggt greiðslusvæði 
Greiða þarf 45% af heildarleigufjárhæðinni í staðfestingargjald sem þarf að greiða innan 3 daga frá dagsetningu bókunarstaðfestingarinnar.  Bókunarstaðfestingin er um leið skammtímaleigusamningur um eignina og þegar staðfestingargjaldið er greitt er kominn á formlegur skammtímaleigusamningur um eignina á tilgreindum tíma.
Staðfestingargreiðslan er að jafnaði ekki endurkræf. Þó ef aðstæður eru mjög sérstakar hjá leigjanda og allt að 8 vikur að komutíma í leigueign verður 50% af staðfestingargjaldinu endurgreitt enda samþykkir eigandi viðkomandi eignar slíkt. Einnig ef eign er bókuð með mjög góðum fyrirvara eða með meira en 8 mánaða fyrirvara þá er staðfestingargjaldið að fullu endurgreiðanlegt fram að þeirri dagsetningu þegar 4 mánuðir eru fram að upphafi leigutímabils.   


Lokagreiðslan er 55% af leigufjárhæðinni og þarf að greiða hana 6 vikum fyrir komudag í eign.  
Einnig þarf að greiða þrifagjald sem bætist við leiguverðið en þá er öll eignin ásamt öllu líni þvegið við brottför. Gjald er mismunandi eftir tegund og stærð eigna eða alveg frá kr. 15.000 – 20.000.  Samhliða lokagreiðslunnar skal greiða trygginguna fyrir skemmdum og misnotkun á eigninni sbr grein 7.0 hér að neðan. 

3.0    Innifalið í leiguverði.
Ótakmörfkuð afnot af hinni leigðu eign en allar eignir eru fullinnréttaðar með öllum hús- og borðbúnaði sem þarf til dvalar í eign í lengri eða skemmri tíma. Borðbúnaðar í eignum miðast við uppgefinn fjölda gesta í eign. Öll handklæði og allt lín fylgir eignum og eru öll rúm leiguíbúða umbúin við komu í hús. Venjulega er miðað við að eigninni fylgi að lágmarki 2 handklæði á mann við komu.  Ekki er ætlast til þess að gestir hússins noti handklæði sem strandhandklæði. Ef leigjendur hafa aðgang að interneti í leigueign getur Costablanca ekki ábyrgst gæði þeirra nettengingar.

4.0    Umgengisreglur um eign
Fjöldi gesta í hverri eign skal vera í samræmi við það sem bókað er. Leigjandi samþykkir að virða þær reglur sem eru fyrir hendi í eigninni sem dvalið er í en í hverri leigueign er handbók með m.a.hús- og umgengisreglum og skulu gestir hússins kynnar sér þær reglur vel.  Þar fellur undir að ekki skulu vera truflanir frá eign með hávaða eða háreysti  sem skapa óþægindi fyrir aðra íbúa í nágrenninu. Ef fram koma ítrekaðar kvartanir frá nágrönnum eða umgengni leigueignar er vítaverð á leigutímanum getur Costablanca gripið til þeirra örþrifaráða að vísa gestum úr eigninni án þess að leigjandinn hefur rétt á endurgreiðslu. Einnig er viðskiptavinur hvattur til að kynna sér vel allar húsreglur í sameiginlegum íbúðakjörnum. 

5.0    Afhending eignar við komu
Lyklar af leigueign eru afhentir á Spáni. 
Nema annað sé tekið fram eru allar eignir lausar til afhendingar frá klukkan 16:00 á komudegi. Starfsmaður Costablanca afhendir leigjanda sett af lyklum af eigninni við komu í eignina. Starfsmaðurinn fer í gegnum eignina með leigjandanum og “kennir” honum á eignina og hvernig allt virkar. Ef viðskiptavinur er ekki sáttur við ástand leigueignar við komu skal hann láta vita af því til starfsmanns Costablanca eins fljótt og auðið er sem skal bæta úr því eftir fremsta megni. Ef viðskiptavinur gerir engar athugasemdir eftir komu er litið svo á hann sé sáttur við ástand eignar. Varðandi tryggingu fyrir skemmdum vísast í gr. 7.0 hér að neðan. 

6.0    Skil á eign við brottför 
Rýma skal leigueignir klukkan 12:00 á brottfarardegi  nema um annað sé samið. Í mörgum tilvikum en ekki öllum er hægt að framlengja dvölina á brottfarardegi til klukkan 20:00 gegn aukagreiðslu sem er mishá eftir leigueignum. Hafa þarf samband við Costablanca með góðum fyrirvara ef óskað er eftir því að fara úr eign eftir kl 12;00 á brottfarardegi. Leigjandi og starfsmaður Costablanca fara saman í gegnum eignina við leiguskil en leigjandi þarf að vera búinn að losa allt rusl úr eigninni, vaska upp borðbúnað og taka lín af rúmum og setja í eina vél. Leigueignin þarf að öðru leyti ekki að vera þrifin. Við þessa lokaúttkekt er viðskiptavini gert að upplýsa starfsmann Costablanca um mögulegar skemmdir eða rýrnun á líni eða borðbúnaði. 

7.0    Tryggingar fyrir tjóni
Leigjandinn þarf að greiða kr 40.000,- i tryggingargjald fyrir hugsanlegum skemmdum á leigueign á leigutímanum svo og fyrir eðlilegum skilum á eigninni við brottför. Trygginguna skal greiða samhliða lokagreiðslu leigugreiðslunnar sbr grein 2.0 hér að ofan. Tryggingargjaldið er síðan endurgreitt að fullu til leigjanda allt að 7-10 dögum eftir að leigutímabili lýkur og ef engar skemmdir hafa orðið á leigueigninni á leigutímabilinu eða rýrnun á líni eða öðrum húsbúnaði. 
Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllu tjóni sem kann að verða á eigninni meðan á dvölinni stendur og eins ber hann ábyrgð á að allt rusl hafi verið losað, borðbúnaður þrifinn og allt lín hafi verið tekið af rúmum og æskilegt er að setja í eina þvottavél. Þá skal skilja eignina eftir í sama ástandi og við komu þ.á.m.skulu öll húsgögn vera á sínum stað og að ekki vanti upp á borðbúnað, lín eða handklæði í húsinu. Ef ekki er orðið við þessu áskilur Costablanca að halda allt að allri tryggingunni en sú ákvörðun fer fer eftir ástandi eignar við skil sem er eftirfarandi:
- Vantar upp á lín eða borðbúnað – haldið eftir allt að kr. 15.000 eða allt eftir umfangi
- Skemmdir á húseign, húsbúnaði eða borðbúnaði – haldið eftir allt að allri tryggingunni eða allt eftir umfangi tjónsins. Ef tryggingin dugar ekki til að lagfæra skemmdir áskilur Costablanca ehf sér rétt til að rukka leigjanda um allan slíkan viðgerðarkostnað sem til fellur. Ef leigjandi tekur eftir einhverjum skemmdum á leigueigninni við komu í eign og sem stafar ekki af honum eða samferðarfólki, skal hann tilkynna það starfsmanni Costablanca án tafar.  

8.0    Skuldbindingar Costablanca
- Að allar upplýsingar á leigusíðu um fasteign séu réttar og uppfærðar.
- Að ástand eignar sé í samræmi við staðbundnar reglur og lög um m.a. öryggi, heilsu og trygginar. 
- Costablanca skal vera með starfsmann til taks á Spáni á meðan á leigutíma stendur sem leigjandi getur ávalt leitað til ef vá ber að dyrum eða ef leita þarf almenna upplýsinga eða astoðar með varðandi ákveðin atriði. 
- Costablanca skal ávalt veita leigjandum aðgang að eftirtöldum þjónustuþáttum sem greitt er sérsaklega fyrir:
Leiga á barnastólum/sessum – matarstólum – barnarúmum  ofl sbr upplýsingar á leigusíðu – innkaup á matvörum við komu – leiga á reiðhjólum ofl. 
- Costablanca skal standa vörð um friðhelgi leigjanda og gæta trúnaðar um viðskiptasamband aðila.  Persónuupplýsingum sem safnað er munu aðeins vera notaðar til að bæta þjónustuna og sníða hana að þörfum notenda. Costablanca má ekki skipta eða leigja persónuupplýsingar til þriðja aðila eða stofnana.
 
9.0    Skaðleysisábyrgð 
- Costablanca getur ekki borið ábyrgð á neinum beinum eða óbeinum kostnaði, tjóni eða tapi sem er stofnað til af leigutaka beint eða óbeint eða öðrum gestum á hans vegum annað hvort fyrir, á meðan og að eftir dvöl leigutaka lýkur, nema að því marki þar sem ólöglegt að útiloka slíka ábyrgð.
- Costablanca getur ekki ábyrgst bilanir eða truflunir á þjónustu eða búnaði í leigueign, né truflun vegna viðhalds sem fara fram í öðrum hluta eignarinnar. Berist tilkynning um slíkt mun Costablanca reyna að bregðast við slíkum málum innan hæfilegs tíma. Ef mál er þess eðlis að það hefur alvarlega áhrif á dvöl leigutaka í leigueign og Costablanca er ókleift um að leysa málið innan 48 klukkustunda verður leigutaka boðið annað húsnæði ef sá valkostur er í boði.
- Ef einhverjar óvænt ytri og óviðráðanleg atvik valda því að Costablanca getur ekki útvegað leigjanda þá leigueign sem bókuð hefur verið og greitt fyrir skuldbindur Costablanca sig til að útvega leigjanda að minnsta kosti sambærilega eign á svipuðum stað til leigu. 


                                                                 Spánn 14.mars 2018.