Golfskoli/Golfkennsla

Sem fyrr munu bæði þátttakendum Costablanca Open 2018 svo og mökum eða vinum sem ekki taka þátt í sjálfu golfmótinu gefast tækifæri á að bóka sig í annað hvort golfskóla eða golfkennslu daganna 23.04 til 30.04.18.

Flesta mótsdagana munu þátttekendur í sjálfu mótinu hafa aðgang að golfkennaranum sem verður ávalt til taks á æfingasvæði viðkomandi golfvallar og þannig geta golfarar skellt sér í leiðréttingu eða slípingu ef þess þarf áður en kemur að rástíma viðkomandi. 

Hinn margfaldi íslandsmeistari, atvinnukylfingur og PGA golfkennari, Birgir Leifur Hafþórsson, mun sjá um alla kennslu á Costablanca Open 2018. Jafnframt mun hann sjá um Golfskóla fyrir þá golfara sem ekki treysta sér að taka þátt í golfmótinu sjálfu. Birgir Leifur getur vonandi hliðrað til vegna anna í evrópumótaröðinni 2018 en það skýrist frekar í janúar/febrúar 2018 hvernig fyrirkomulag á kennslu og á tilhögun Golfskólans verður. Ef svo óheppilega vill til að við getum ekki notið viðveru þessa heiðursgolfara þá mun Birgir Leifur senda PGA golfkennara í sinn stað en þetta verður allt tillynnt síðar. 

                             

                                                            Hluti nemenda í Golfskóla Birgis Leifs vorið 2017.