Látum gott af okkur leiða

Í þrígang í 12 ára sögu Costablanca Open golfmótsins höfum við stillt upp söfnunarleik í golfmótinu svo þátttakendur geti látið gott af sér leiða. Í Costablanca Open 2016 söfnuðust um tæpar 600 þ. krónur í þessum söfnunarleik og rann söfnunarféð til Umhyggju - styrktarsjóðs langveikra barna á Íslandi. Hér á myndinni til vinstri er  Helgi Ingason að afhenda Rögnu K Marínósdóttur framkv.stjóra Umhyggju styrktarféð. Í Costablanca Open 2017 söfnuðust um 400 þ krónur og rann söfnunarféð til Neistans - Styrktarfélag langveikra barna. 

 

 

Sem fyrr munum við leita í hóp góðgerðarmanna og fyrirtækja sem á einn eða annan hátt tengdust mótinu sem tóku höndum saman í þessu verkefni. Hugmyndin er að gefa af sér til góðs með þeim hætti að á ákveðinni 3 par holu munum við keppa um vinninginn „næstur holu“. Með góðvild munu umræddir aðilar leggja fram styrktarfé í sameiginlegan vinningspott. Jafnframt verða seldir merktir golfboltar og annar varningur á mótinu sem renna í sama pott. Sá þátttakenda sem verður næstur holu á umræddri braut mun njóta þess heiðurs að standa upp í lokahófinu og ánafna verðlaunapottinum til góðgerðarmála eða annars þarfs málefnis á Íslandi.

Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum og láta gott af sér leiða geta haft sambandi við mótshaldara.

STÖNDUM SAMAN SEM EITT