Dagskrá og ferðatilhögun

19. apríl til 22.apríl - Föstudagurinn langi til þriðjudagsins eftir páska - Komudagur 10 daga hópsins 

Kvöldflug með Norwegian frá Íslandi föstudaginn langa 19.apríl.  Vélin fer í loftið klukkan 19:50 og lendir í Alicante eftir miðnætti að staðartíma eða klukkan 02:25. Tekið á móti hópnum og hann ferjaður á gististaðinn Hotel Campoamor Golf Resort eða í leiguíbúðir Um 45 mínútna akstur er frá flugvellinum og á áfangastað.

Næstu daga á eftir eða á laugardeginum 20.april, páskasunnudag 21.april og  annan í páskum 22.apríl verður boðið upp á golf á eftirfarandi golfvöllum Las Colinas - Campoamor - La Finca - Villa Martin - Lo Romero - Las Ramblas en við erum með frátekna rástíma á þessum völlum fyrir hópinn. Allur akstur til og frá golfvöllum á hótel er innifalinn í akstri. Innifalið í 10 daga ferð er 1 golfhringur á Las Colinas og 2 golfhringir á Campoamor. Greiða þarf sérstaklega ef aðrir golfvellir verða fyrir valinu.

Á páskasunnudag 21.april fer Golfmót Spánarheimila á Campoamor golfvellinum og stendur öllum þátttakendum  í 10 daga ferðinni á taka þátt en vegleg verðlaun í boði. Mótafyrirkomulag verður með Texas Scrample fyrirkomulagi. Um kvöldið verður verður mótið gert upp með verðlaunaafhendingu og páskakvöldverði. Þátttökugjald ásamt golfbil og kvöldverði með léttvíni er innifalið í 10 daga verði. 

Laugardagskvöldið 20.apríl verður skipulögð dagskrá (nánari upplýsingar síðar)  þar sem 10 daga hópurinn fer allur út að borða saman og haft gaman saman. Frjálst kvöld annan í páskum. 

22. apríl - Mánudagur - annar í páskum - Komudagur 7 daga hópsins - 7 og 10 daga hóparnir sameinast

Síðdegisflug með Norwegian frá Íslandi annan í páskum kl 18:45 og lendir í Alicante eftir miðnætti að staðartíma eða klukkan 01:20. Tekið á móti hópnum og hann ferjaður á gististaðinn Hotel Campoamor Golf Resort eða í leiguíbúðir Um 45 mínútna akstur er frá flugvellinum og á áfangastað.  10 daga hópurinn sem koma 19.april hefur val um að spila þennan dag á Las Colinas eða Campoamor sem er inn í 10 daga verði en greiða þarf sérstaklega ef óskað eftir að spila aðra velli. 

23.apríl - Þriðjudagur - Frjáls dagur. 

Frá og með kl  08;36 eigum við frátekna rástíma fyrir hópinn á Campoamor-golfvellinum og geta þeir sem það vilja tekið hring á vellinum svona rétt til þess að liðka sig til eftir langan vetur. Einnig mun golfkennsla standa til boða fyrir hópinn allan daginn á æfingasvæðinu á Campoamor-vellinum en allt að 4 golfarar geta verið saman í kennslustund hverju sinni. Erum með og frátekna rástíma á Las Colinas svo og öðrum völlum. 

Klukkan 19:00 kemur hópurinn saman á glæsilegum veitingastað hótelsins. 

SPÆNSKT ÞEMA verður og boðið uppá gómsæta tapas-rétti. Á meðan á borðhaldi stendur munu Bjarni Sig og Anna Björk fara yfir fyrirkomulagið – Costablanca Open 2019. Farið verður yfir dagskrá næstu daga og allt fyrirkomulag kynnt ásamt því sem Alli dómari fer yfir reglurnar og svarar spurningum. Einnig verður öllum hópnum skipt upp í tvö lið og fyrirliðar kynntir. Dregið verður í holl og rástíma. Matur ásamt léttvínsflösku á borð er innifalið í pakkaverði.

 

24. apríl - Miðvikudagur – Upphitunarmót á Campoamor 

Sjálfstætt upphitunargolfmót með Texas Scramble-fyrirkomulagi á Campoamor-golfvellinum. Fyrsti rástími er klukkan 08:04. Allan morguninn og fram að rástíma þátttakenda er unnt að detta í golfkennslu.

Um kvöldið verður STEIKARÞEMA þar sem hópurinn kemur saman klukkan 19:00 á hinum afar vinsæla steinarsteikarstað „Stone Grill“ sem er staðsettur í Lo Fuente-þjónustukjarnanum á Campoamor. Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. Yfir borðhaldi er farið yfir stöðuna á mótinu með hópnum. Sætaferðir fráhótelinu (um 5 mínútna akstur). 

 

 

 Eftir steikina verður rífandi dansleikur á Írska barnum StraySod við hliðina á         steikarstaðnum með snillingunum í  bandinum "Golfsprellarnir" en það hefur á að     skipta Jógvan Hansen - Vigni Snæ og Hreimi ásamt valkunnugum og óvæntum   leynigestum. 

 

 

 

25. apríl - Fimmtudagur - Fyrsti dagur í Costablanca Open - Campoamor.

Golfarar í Forgjafarflokki 1 og Forgjafarflokki 2 munu spila saman á Campoamor-golfvellinum og er fyrsti rástíminn kl 08;04. Allan morguninn og fram að rástíma þátttakenda er unnt að detta í golfkennslu.

Kvöldið er frjálst. 

 

 

26.apríl - Föstudagur – Annar dagur í Costablanca Open - Las Ramblas

Golfarar í Forgjafarflokki 1 og Forgjafarflokki 2 munu spila á Las Ramblas-vellinum og er fyrsti rástíminn kl 07:51 fyrir allan hópinn en ræst verður út á öllum teigum samtímis með svokölluðu "shotgun start".

Um kvöldið verður ÍTALSKT ÞEMA. Klukkan 19:00 kemur hópurinn saman á veitingastaðnum PICCOLINO í Cabo Roig og snæðir saman kvöldverð og slær á létta strengi. Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. Undir borðhaldi verður farið yfir stöðuna eftir daginn og uppröðun rástíma daginn eftir kynnt. Sætaferðir eru frá hótelinu niður í Cabo Roig (um 10 mínútna akstur).mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu. 

 

 

 

Eftir kvöldmatinn verður Karaókíkvöld þar sem þátttakendur geta látið ljóst sitt skína á öðrum vettvangi en á golfvellinum. Anna Björn mun stjórna kvöldinu sem fyrr af sinni alkunnu snilld og gáska.

 

 

 

 

 

27.apríl -  Laugardagur – Þriðji dagur í Costablanca Open mótinu - Lo Romero /Rodagolf 

Golfarar í Forgjafarflokki 2 mun spila á Lo Romero og er fyrsti rástíminn klukkan 10:42. Golfarar í Forgjafarflokki 1 munu spila á Rodagolf og er fyrsti rástími kl 12:08. Allan morguninn og fram að rástíma þátttakenda er unnt að sækja golfkennslu.

Kvöldið er frjálst. 

 

28. apríl – Sunnudagur – Fjórði og lokadagur í Costablanca Open mótinu - Rodagolf/Lo Romero - Lokahóf. 

Golfarar í Forgjafarflokki 2 mun spila á Rodagolf og er fyrsti rástíminn kl 10:41 Golfarar í Forgjafarflokki 1 munu spila á Lo Romero  og er fyrsti rástími kl 09;57.

Um kvöldið verður sjálft LOKAHÓFIÐ. Þá verður og uppistand með Ladda og verðalaunaafhending ásamt Lifandi tónlist. Lokahófið hefst kl 20:00 á veitingastaðnum Yaho í Cabo Roig. Sætaferðir frá hótelinu niður í Cabo Roig (um 10 mínútna akstur).

Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. 

 


 

29.apríl – Fimmtudagur – Frjáls golfdagur - Brottför

Frjáls golfdagur. Við eigum frátekna rástíma á Campoamor um morguninn. Ef þátttakendur vilja prófa að spila aðra golfvelli er þeim bent á að bóka rástíma með góðum fyrirvara en Costablanca.is hefur samið um afslátt á nokkrum völlum.

Brottför frá hóteli út á flugvöll er klukkan 12:00 og er lendingartími á Íslandi um kl 18;15.

 

Góða skemmtun!