Dagskrá og ferðatilhögun

24. apríl til 27.apríl - Auka dagar 10 daga hópsins 

Kvöldflug með Norwegian frá Íslandi föstudaginn 24.apríl.  Vélin fer í loftið klukkan 14;00 og lendir í Alicante um kl 20;30. Tekið á móti hópnum og hann ferjaður á gististaðinn Hotel Campoamor Golf Resort eða í leiguíbúðir Um 45 mínútna akstur er frá flugvellinum og á áfangastað.

Næstu daga á eftir eða á laugardeginum 25.april, sunnudeginum 26.apríl og mánudeginum 27.april verður boðið upp á  golf á eftirfarandi golfvöllum Las Colinas - Campoamor  -  VistaBella - Roda - Las Ramblas og Lo Romero en við erum með frátekna rástíma á þessum völlum fyrir 10 daga hópinn. Allur akstur til og frá golfvöllum á hótel er innifalinn í verði. Innifalið í 10 daga ferð er 1 golfhringur á Las Colinas - 1 golfhringur á Campoamor og einn á Rodagolf . Greiða þarf sérstaklega ef aðrir golfvellir verða fyrir valinu.

Laugardags - og sunnudagskvöldið 25.04 og 26.04 er kvöldverðardagskrá á annars vegar hinum margrómaða steinarsteikarstað Stonegrill og indverska veitingastaðnum Shakira.  

Alla þrjá dagana áður en 7 daga hópurinn kemur verður Birgir Leifur PGA golfari og golfkennari með aðgang að sér fyrir einkatíma í kennslu á æfingasvæðum þeirra golfvalla sem spilaðir verða.

Frjálst kvöld mánudagskvöldið 27.04. eða sama kvöld og 7 daga hópurinn mætir til Spánar.  

 

 

27. apríl - Mánudagur - Komudagur 7 daga hópsins - 7 og 10 daga hóparnir sameinast

Eigum frátekna rástíma fyrir 10 daga hópinn á Las Colinas - Campoamor  -  VistaBella - Roda - Las Ramblas og Lo Romero 

Síðdegisflug með Norwegian frá Íslandi kl 18:40 og lendir í Alicante eftir miðnætti að staðartíma eða klukkan 01:15. Tekið á móti hópnum og hann ferjaður á gististaðinn Hotel Campoamor Golf Resort eða í leiguíbúðir Um 45 mínútna akstur er frá flugvellinum og á áfangastað.  

28.apríl - Þriðjudagur - Frjáls dagur. 

Frá og með kl  08;28 eigum við frátekna rástíma fyrir allan hópinn á Campoamor-golfvellinum og geta þeir sem það vilja tekið hring á vellinum svona rétt til þess að liðka sig til eftir langan vetur. Einnig mun golfkennsla standa til boða fyrir hópinn allan daginn á æfingasvæðinu á Campoamor-vellinum en allt að 4 golfarar geta verið saman í kennslustund hverju sinni hjá Birgi Leif. Þeir sem vilja spila aðra golfvelli geta fengið aðstoð við að bóka rástíma en þeir þurfa að greiða sjálfir fyrir þá rástíma sem eru spilaðir utan Campoamor þennan daginn. . 

Klukkan 19:00 kemur hópurinn saman á glæsilegum veitingastað hótelsins. 

SPÆNSKT ÞEMA verður og boðið uppá gómsæta tapas-rétti. Á meðan á borðhaldi stendur munu mótshaldarar og dómari mórsins fara yfir fyrirkomulagið – Costablanca Open 2020. Farið verður yfir dagskrá næstu daga og allt fyrirkomulag kynnt ásamt því sem  Palli dómari fer yfir reglurnar og svarar spurningum.  Matur ásamt léttvínsflösku á borð er innifalið í pakkaverði.


 

Eftir kvöldmatinn verður Karaókíkvöld þar sem þátttakendur geta látið ljóst sitt skína á öðrum vettvangi en á golfvellinum. Tónlistarmennirnair Jogvan Hansen - Matti Matt - Hreimur og Vignir Snær munu stýra Karíókí kvöldinu sem fer fram á írska pöbbnum Trinity í Cabo Roig.
Allur hópurinn verður ferjaður frá veitingastað hótelsins á írska pöbbinn en þátttakendur og verður og skutl í boði til baka frá að hóteli eitthvað fram yfir miðnætti.

 


29. apríl - Miðvikudagur – Upphitunarmót á RodaGolf 

Sjálfstætt upphitunargolfmót með Texas Scramble-fyrirkomulagi á RodaGolf -golfvellinum. Fyrsti rástími er klukkan 08:27 og síðasti rástími kl 12;31. Allan morguninn og fram að rástíma þátttakenda er unnt að detta í golfkennslu.

Allan morguninn og fram að rástíma þátttakenda er unnt að detta í golfkennslu hjá Birgi Leif.

Um kvöldið verður STEIKARÞEMA þar sem hópurinn kemur saman klukkan 19:00 á hinum afar vinsæla steinarsteikarstað „Stone Grill“ sem er staðsettur í Lo Fuente-þjónustukjarnanum á Campoamor. Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. Yfir borðhaldi er farið yfir stöðuna á mótinu með hópnum. Sætaferðir fráhótelinu (um 5 mínútna akstur). 

 

 

 Eftir steikina verður rífandi dansleikur á Írska barnum StraySod við hliðina á steikarstaðnum með snillingunum í  bandinum "Golfsprellarnir" en það hefur á að skipta Jógvan Hansen - Vigni Snæ - Hreimi og Matta Matt ásamt valinkunnugum og óvæntum leynigestum. 

 

 

 

30. apríl - Fimmtudagur - Fyrsti dagur í Costablanca Open - Las Colinas/Lo Romero.

Golfarar í Forgjafarflokki 2 mun spila á Las Colinas og fyrsti rástími kl 12;30. Golfarar í Forgjafarflokki 2 munu spila saman á Lo Romero og er fyrsti rástíminn kl 09;03. 

Um kl 20;00 eigum við frátekinn veitinga-og kokteilstaðinn MARIA LIMON þar sem borinn verður fram dýrindiskvöldverður ásamt suðrænum og seiðandi kokteilum.

Seinna um kvöldið mun hópurinnn þurfa að skella undir sig betri skóna því hið vinsæla ABBA Tribute band mun stíga á svið á MARIA LIMON og breyta staðnum í mikið dansparty þar sem hinu ódauðlegu ABBA slagarar mun svífa yfir hópnum. 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

1.maí - Föstudagur – Annar dagur í Costablanca Open - Las Ramblas

 

Golfarar í Forgjafarflokki 1 og Forgjafarflokki 2 munu spila á Las Ramblas-vellinum og er fyrsti rástíminn kl 09:15 fyrir allan hópinn en ræst verður út á öllum teigum samtímis með svokölluðu "shotgun start".

Að loknum hring munu allri keppendur koma í golfskálann á svipuðum tíma og þar mun bíða hópsins hádegisverðar hlaðborð að hætti Las Ramblas. Samhliða slökun eftir matinn á "chillout" svæði klúbbhússins verða bornir fram drykkir að hætti hússins og DJ Kristjan mun spila seiðandi tónlist af sinni alkunnu snilld og gíra hópinn upp til enn frekari afreka eftir hring dagsins

Kvöldið verður FRJÁLST

 

2.maí -  Laugardagur – Þriðji dagur í Costablanca Open mótinu -  Vistabella Golf 

Golfarar í Forgjafarflokki 1 og 2 munu spila á hinum nýja og upprennandi golfvelli VistaBella Golf sem sífellt verður vinsælli og vinsælli með degi hverjum. Fyrsti rástími er kl 10:50

Kvöldið er frjálst. 

 

 

 

 

3. maí – Sunnudagur – Fjórði og lokadagur í Costablanca Open mótinu - Las Colinas /Lo Romero - Lokahóf. 

Golfarar í Forgjafarflokki 2 mun spila á Lo Romero golf og er fyrsti rástíminn kl 09;03 Golfarar í Forgjafarflokki 1 munu spila á Las Colinas og er fyrsti rástími kl 09;57.

Um kvöldið verður sjálft LOKAHÓFIÐ ásamt  verðalaunaafhendingu. Lokahófið hefst kl 20:00 á veitingastaðnum Yaho í Cabo Roig. Sætaferðir frá hótelinu niður í Cabo Roig (um 10 mínútna akstur).

Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. 

Eftir verðlaunaafhendingu verður slegið upp DISKO FRISCO partyi þar sem DJ Kristjan mætir með diskókúluna góðu og heldur upp fjöri fram undir morgunn. 


 

4.mai – Mánudagur - Brottför

Brottför fyrir 7 og 10 daga hópinn frá hóteli út á flugvöll er klukkan 11:00 og er lendingartími á Íslandi um kl 18;15.

 

Góða skemmtun!