Dagskrá og ferðatilhögun

23. apríl - Mánudagur - Komudagur 

Síðdegisflug frá Íslandi. Vélin fer í loftið klukkan 19:35 og lendir í Alicante eftir miðnætti að staðartíma eða klukkan 02:05. Tekið á móti hópnum og hann ferjaður á gististaðinn Hotel Campoamor Golf Resort. Um 45 mínútna akstur er frá flugvellinum og á áfangastað.

24. apríl - Þriðjudagur - Frjáls dagur - kennsla

Frá og með kl 12:00 eigum við frátekna rástíma fyrir hópinn á Campoamor-golfvellinum og geta þeir sem það vilja tekið hring á vellinum svona rétt til þess að liðka sig til eftir langan vetur. Einnig mun golfkennsla standa til boða fyrir hópinn allan daginn á æfingasvæðinu á Campoamor-vellinum en allt að 4 golfarar geta verið saman í kennslustund hverju sinni.Seinnipartinn eða um kl 18:00 verður Aðalsteinn Örnólfsson alþjóðagolfdómari með fræðslunámsleið á hótelinu. Hann mun fara yfir helstu reglur og siðareglur golfíþróttarinnar. Námskeiðið stendur í um tvo tíma og eru allir velkomnir. Fyrirlestur Aðalsteins byggist einkum á fræðslunámskeiði sem hann hefur staðið fyrir á vegum GSÍ en undanfarin misseri hefur Aðalsteinn ferðast landshorna á milli og frætt hinn almenna kylfing um golf og siðareglur golf íþróttarinnarKlukkan 20:00 kemur hópurinn saman á glæsilegum veitingastað hótelsins. 

SPÆNSKT ÞEMA verður og boðið uppá gómsæta tapas-rétti. Á meðan á borðhaldi stendur munu Bjarni Sig og Anna Björk fara yfir fyrirkomulagið – Costablanca Open 2018. Farið verður yfir dagskrá næstu daga og allt fyrirkomulag kynnt ásamt því sem Alli dómari fer yfir reglurnar og svarar spurningum. Einnig verður öllum hópnum skipt upp í tvö lið og fyrirliðar kynntir. Dregið verður í holl og rástíma. Matur ásamt léttvínsflösku á borð er innifalið í pakkaverði.

 

25. apríl - Miðvikudagur – Upphitunarmót á Campoamor 

Sjálfstætt upphitunargolfmót með Texas Scramble-fyrirkomulagi á Campoamor-golfvellinum. Fyrsti rástími er klukkan 11:24. Allan morguninn og fram að rástíma þátttakenda er unnt að detta í golfkennslu.

Um kvöldið verður STEIKARÞEMA þar sem hópurinn kemur saman klukkan 20:00 á hinum afar vinsæla steinasteikarstað „Stone Grill“ sem er staðsettur í Lo Fuente-þjónustukjarnanum á Campoamor. Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. Yfir borðhaldi er farið yfir stöðuna á mótinu með hópnum. Sætaferðir frá hótelinu (um 5 mínútna akstur). 

 

 

 


26. apríl - Fimmtudagur - Fyrsti dagur í Costablanca Open - Las Colinas/Campoamor.

Golfarar í Forgjafarflokki 1 mun spila á Campoamor-golfvellinum og er fyrsti rástíminn kl 12:28. Golfarar í Forgjafarflokki 2 munu spila á Las Colinas-golfvellinum (um 5 mínútna skutl frá hóteli) og er fyrsti rástími klukkan 13:40. Allan morguninn og fram að rástíma þátttakenda er unnt að detta í golfkennslu.

Um kvöldið verður ÍTALSKT ÞEMA. Klukkan 20:00 kemur hópurinn saman á veitingastaðnum PICCOLINO í Cabo Roig og snæðir saman kvöldverð og slær á létta strengi. Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. Undir borðhaldi verður farið yfir stöðuna eftir daginn og uppröðun rástíma daginn eftir kynnt. Sætaferðir eru frá hótelinu niður í Cabo Roig (um 10 mínútna akstur).

Eftir kvöldmatinn verður Karaókíkvöld á Írska pöbbnum Trinity í Cabo Roig sem stórsöngvarinn Eyjólfur Kristjánsson mun stjórna af sinni alkunnu snilld og gáska.

 

 

 

 

27.apríl - Föstudagur – Annar dagur í Costablanca Open - Las Ramblas/ Lo Romero.

Golfarar í Forgjafarflokki 1 mun spila á Las Ramblas-vellinum og er fyrsti rástíminn kl 09:57. Golfarar í Forgjafarflokki 2 munu spila á Lo Romero-golfvellinum sem er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu. Fyrsti rástími er klukkan 08:00. 

Kvöldið er frjálst.

 


 

28.apríl -  Laugardagur – Þriðji dagur í Costablanca Open mótinu - Las Colinas/Campoamor 

Golfarar í Forgjafarflokki 1 mun spila á Las Colinas og er fyrsti rástíminn klukkan 10:50. Golfarar í Forgjafarflokki 2 munu spila á Campoamor og er fyrsti rástími kl 11:08. Allan morguninn og fram að rástíma þátttakenda er unnt að sækja golfkennslu.

Um kvöldið verður INDVERSKT ÞEMA þar sem hópurinn kemur saman klukkan 20:00 á indverska staðnum Baltic Tower í Cabo Roig. Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. Yfir borðhaldi er farið yfir stöðuna á mótinu með hópnum fyrir lokadaginn. Sætaferðir frá hótelinu niður í Cabo Roig sem er í um 10 mínútna akstursfjarlægð.

 

29. apríl – Sunnudagur – Fjórði og lokadagur í Costablanca Open mótinu - Las Ramblas/Lo Romero - Lokahóf. 

Golfarar í Forgjafarflokki 1 mun spila á Lo Romero og er fyrsti rástíminn kl 08:00. Golfarar í Forgjafarflokki 2 munu spila á Las Ramblas (um 5 mínútna skutl frá hóteli) og er fyrsti rástími kl 10:33.

Um kvöldið verður sjálft LOKAHÓFIÐ. Þá verður uppistand með Ladda og verðalaunaafhending. Síðan mun dúettinn stórkostlegi, Stebbi Hilmars og Eyjólfur Kristjánsson, spila undir borðhaldi og telja svo í dansiball sem stendur langt inní nóttina. Lokahófið hefst kl 19:00 á veitingastaðnum Yaho í Cabo Roig. Sætaferðir frá hótelinu niður í Cabo Roig (um 10 mínútna akstur).

Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. 

 


 

30.apríl – Fimmtudagur – Frjáls golfdagur - Brottför

Frjáls golfdagur. Við eigum frátekna rástíma á Campoamor um morguninn. Ef þátttakendur vilja prófa að spila aðra golfvelli er þeim bent á að bóka rástíma með góðum fyrirvara en Costablanca.is hefur samið um afslátt á nokkrum völlum. Einnig getum við verið þátttakendum innan handar með skutl í SPA – verslunarferð í golfbúðir – verslunarferð í verslunarmiðstöðina Zenia Boulevard þar sem til dæmis má finna H&M, Primark og ótal aðrar búðir sem vert er að skoða.

Brottför frá hóteli út á flugvöll er klukkan 13:00 og er lendingartími á Íslandi um kvöldmatarleytið.

 

Góða skemmtun!