Costablanca Open 2019

Hið árlega Costablanca Open verður haldið daganna 22. - 29. apríl 2019 í beinu framhaldi af páskunum.  Í boði verða 7 daga ferð - 22. til 29. april (vikan eftir páska) og 10 daga ferð - 19 til 29. apríl (frá laugardegi fyrir páskasunnudag) Einnig í boði að lengja í ferðina enn frekar ef vill. Það er skemmtileg tilviljun að ef þátttakandi velur 10 daga ferð þá eru aðeins 4 virkir vinnudagar þar sem ferðin nær yfir páskana svo og sumardaginn fyrsta. 

Fyrirkomulag og skipulag ferðarinnar hefur þróast að teknu tilliti til óska þátttakenda undanfarinna ára með áherslu á golf við bestu aðstæður, keppni sem gefur golfinu aukið gildi, golfkennslu og golfskóla Birgis Leifs,  fyrirlestrum og svo líflegri kvölddagskrá sem Anna Björk Birkisdóttir, sérlegur skemmtanastjóri ferðarinnar, heldur utan um. Alveg einstakur andi myndast þegar hópurinn kemur saman í dagslok og ber saman bækur sínar eftir golfævintýri dagsins.

Óhætt er að segja að þessi tilhögun hafi mælst sérlega vel fyrir. Öllum er frjáls þátttaka, jafnt byrjendum í golfi sem og lengra komnum. Hefð er fyrir því að makar og fjölskyldur þátttakenda í mótinu sjálfu, sem þá ekki eru í golfi sjálf, hafa slegist með í för og verið virkir þátttakendur; tekið þátt í kvölddagskrá með hópnum en notið sólar, strandarinnar og annars þess sem svæðið hefur upp á að bjóða yfir daginn þá er golfmótið stendur yfir.
Þessi samsetning á golfferð hentar og íslenskum fasteignaeigendum á Spáni gífurlega vel þar sem þeir geta gist í sínum eignum en tekið þátt að öðru leyti þátt í öllum herlegheitunum. 

Sjá einnig myndskeið hér af Costablanca Open 2016 ferðinni.

Eins og áður sagði eru nokkrir valkostir þegar litið er til lengdar ferðarinnar. Þó í grunninn um sé að ræða viku ferð og skipulagða dagskrá þá vikuna (22.4 - 29.4) þá verða í boði 10 daga ferð (19.4 - 29.4)  og þetta árið verður lagt upp með með meiri og lengri dagskrá fyrir þá sem velja 10 daga ferð. Þátttakendur geta og lengt í ferðinni í annan endann til spila meira golf, njóta sólarinnar og þess sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Sem og í síðustu ferðum munum við bjóða upp á fjögurra stjörnu gistingu á Hotel Campoamor Golf Resort ásamt morgunverði. Sem fyrr getum við boðið fjölskyldum upp á íbúða- eða húsagistingu í nálægum hverfum i gegnum leiguskránna okkar sbr. hér 

Myndir af golfhótelinu og allri aðstöðu má sjá hér. 

 

 

 

 

Árið 2019 verður innifalið í heildarpakkanum 5 daga golfmót á 3 vinsælum og ólíkum golfvöllum - Campoamor (x2) -  Lo Romero (x1) -  Las Ramblas (x1) . Þeir þátttakendur sem velja 10 daga ferð stendur svo og til boða að spila til viðbótar á  Las Colinas - La Finca og Villa Martin
Einnig verður innifalið ótakmarkað golf á Campoamor eftir kl 15:00 alla dagana fyrir alla þátttakendur (ekki aðeins hótelgesti)  og vilja spila meira en 18 holur þann daginn.
 

Fyrsta daginn verður spilað sjálfstætt Texas Scramble-mót á Campoamor en á 2. til og með 5. degi verður keppt í parakeppni (Betri Bolti) á  - Campoamor - Lo Romero og Las Ramblas þar sem samanlagt skor alla daganna að teknu tilliti til forgjafar ræður úrslitum. Sjá nánar um mótafyrirkomulag hér.

Einnig verðum stillt upp ýmsum innbyrðis keppnum en öllum hópnum er skipt upp í 2 lið sem keppa allan tímann til veglegra verðlauna undir dyggri handleiðslu liðsstjóra.

 

Ef golfari er stakur, eða ekki með golfmakker þá munum við eins og undanfarin ár para saman golfara þannig ef menn vilja taka þátt en eru ekki með félaga, þá ætti það ekki að vera nein fyrirstaða.

 
 

Dómari og mótsstjóri: Páll Erlingsson golfdómari
Skemmtanastjóri: Anna Björk Birgisdóttir 
Mótshaldari og skipuleggjandi: Bjarni Sigurðssoni.
Tónlistarmenn: Jogvan Hansen - VIgnir Snær Vigfússon og Hreimur Örn Heimisson
Uppistand; Laddi

 
 
 
 
 
 
 
Boðið verður upp á golfkennslu fyrir hópinn og golfskóla fyrir þá sem vilja leggja megináherslu á kennslu, þá við að koma sér af stað í golfinu og/eða bæta sinn leik, í stað þess að taka þátt í mótinu. Í golfskólann bjóðum við velkomna; maka og fjölskyldur þátttakenda. Stefnt er að því að atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson sjái um golfskólann og golfkennsluna eins og hann stýrði svo fagmannlega í Costablanca Open 2017 og 2018 og gerður var góður rómur að. Ef svo óheppilega vill til fyrir okkur að Birgir Leifur komist ekki vegna mótaraðarinnar mun PGA-kennari á hans vegum hlaupa í skarðið. Þetta mun skýrast betur í janúar/febrúar 2019.
 

 

Á kvöldin er snætt á veitingastað hótelsins eða á veitingastöðum í nágrenninu þar sem hvert kvöld hefur sitt þema; ítalskt kvöld, indverskt kvöld, asískt kvöld, steikarkvöld og spænskt kvöld þar sem hópurinn mun kynnast ólíkum matarhefðum samfara því sem farastjórar og veislustjórar fara yfir úrslit dagsins og halda golfurum og öðrum gestum við efnið.
 
 
 

Frekari upplýsingar um ferðina hér til vinstri á síðunni.

Myndast hefur Facebook-hópur um ferðina en hún er öllum opin og þar má fylgjast með umræðum og tilkynningum. Endilega fylgið grúppunni með því að smella hér.

Myndir úr ferðum fyrri ára má finna á Facebook síðu okkar.   

Frekari upplýsingar veittar í gegnum [email protected] eða í 5-58-58-58.​