Bílar í einkaeigu til leigu

Hér að neðan eru nokkrir eldri bílar í eigu einstaklinga sem Costablanca hefur í umsjón og leyfi til að leigja út til lengri eða skemmri tíma. Allir bílarnir eru vel við haldnir, skoðaðir og með allar tryggingar í fullu gildi (ekki kaskótryggingar). Um hverja leigu er gerður sérstakur leigusamningur á íslensku en yfir sumarmánuðina er lágmarksleiga 1 vika. 

Helstu leiguskilmálar:

  • Neðangreind verð miðast við að bífreiðarnar séu afhentar og skilað á Torreviejasvæðinu. Unnt að fá bifreið afhenta eða skila á Alicante flugvellinum og þarf þá að greiða 40 evrur í "ferjugjald" 
  • Bifreið afhendist með fullan bensíntank og skal leigjandi afhenda bifreiðina með fullum tanki við lok leigutímans.
  • Leigjandi leggur fram kreditkortanúmer til tryggingar á því tjóni eða kostnaði sem hann kann að bera ábyrgð á.


Ford Focus - station. 

Vel útlitandi 5 dyra Ford Focus station bensínbíll árgerð 2004. Bifreiðin er ekin um 90 þ. km og er í mjög góðu ástandi enda hefur verið vel hugsað um bílinn undanfarin ár.

Verð á viku á sumrin FRÁ kr. 30.000,-
Verð á viku á veturnar FRÁ kr. 15.000,

Leitið tilboða í gegnum [email protected] 

 

 

Hunday - H1 - 9 manna.


Mjög rúmgóður 9 manna Hunday H1 bíll með háu þaki. Bíllinn er árgerð 2005 og díselbíll. Leðursæti - DVD skjár í farþegarými og mjög gott farangurspláss. Rennihurð á hægri hlið bílsins. 

Verð á viku á sumrin FRÁ kr. 60.000,-
Verð á viku á veturnar FRÁ kr. 45.000,- 

Leitið tilboða í gegnum [email protected]

 

Ford Transit - 9 manna

Hvítur 9 manna dísell Ford Transit bíll sem er árgerð 2004 og er í mjög góðu ástandi. Dráttarkrókur á bílnum og rennihurð á hægri hlið bílsins. 

Verð á viku á sumrin FRÁ kr. 60.000,-
Verð á viku á veturrnar FRÁ kr. 45.000,- 

Leitið tilboða í gegnum [email protected]

 

 

 

Bens Vito - 7 manna

Mjög fallegur Bens Vito bensín bíll árgerð 2004 sem áður var í eigu breska sendiráðsins í Portúgal. Mikill lúxusbíll sem mikið er lagt í. Leðurklæddir kapteinstólar í bílnum . 

Verð á viku á sumrin FRÁ kr. 50.000,-
Verð á viku á veturnar FRÁ kr. 35.000,-

Leitið tilboð í gegnum [email protected] 

 

Fiat Punto - blæjubíll 

Skemmtilegur lítill og sjarmerandi Fiat Punto bensín blæjubíll sem er vinsælt að snattast á í sólinni á Spáni. Spennandi kostur fyrir þá sem hafa dreymt um að aka um í rauðum blæjubíl.

Verð á viku á sumrin FRÁ kr. 25.000,-
Verð á vikur á veturnar FRÁ kr. 15.000,- 

Leitið tilboða í gegnum [email protected] 
 


Vespur til leigu:

Höfum til leigu 3 vespur (125 cc) sem unnt er að leigja í nokkra daga í senn en lágmarksleiga eru 3 dagar. 

Verð fyrir 3 daga er kr. 15.000,-
Verð fyrir vikuna er kr. 30.000,-

Leitið tilboð í gegnum [email protected]