Vegakerfi

Vegakerfi - vegalengdir og akstur

Það er óhætt að segja að vegakerfið á Costa Blancasvæðinu og á Spáni yfir höfuð sé til mikillar fyrirmyndar. Mjög auðvelt er að keyra um Spán þar sem allar merkingar eru góðar og mættu margar þjóðir taka Spánverjana sér til fyrirmyndar í þessum efnum.

 

 

 

 

Vegakerfi og akstur:
Á Costa Blanca svæðinu eru það aðallega tveir vegir sem keyrt er hvað mest eftir. Það er hinn svokallaði N-332 og hraðbrautin A-7 sem liggur má segja í gegnum alla Evrópu þ.e.a.s. frá nyrsta odda evrópu til þess syðsta.

Vegurinn N-322 er stundum kallaður sveitavegurinn og liggur hann alveg með strandlengjunni allt frá norðurhluta Costa Blanca til suðurhluta svæðisins. Þessi vegur er ekki hraðbraut en hann liggur í gegnum marga skemmtilega og áhugaverða staði við ströndina og er umferðarhraðinn á N-332 yfirleitt ekki mikill en hámarkshraðinn er frá 50 km til 90 km. Það getur hins vegar reynt verulega á þolinmæðina að keyra N-332 yfir sumartímann þar sem umferðarþungi er oft gífurlega mikill. Því getur verið oft betra að fara út á hraðbrautina A-7 sem liggur nær samhliða N-322 en aðeins innar inn í landi.  

Hraðbrautin A-7 liggur innar inni í landi fjarri öllum borgum og bæjum. Því er umhverfið við hraðbrautina ekki mikið fyrir augað en hraðinn og meiri yfirferð er á móti mikill kostur. Eins og gefur að skilja er hraðinn mikill á A-7 enda brautin 2ja - 3ja akreina hraðbraut þar sem umferð stærri flutningabifreiða er mikil. Á hraðbrautinni eru hraðatakmarkanir og er lögreglan dugleg við hraðamælingar en hámarkshraðinn er mestur leyfilegur 120 km. Vert er að geta þess að lögín á Spáni eru þannig að lögreglan hefur fulla heimild handtaka ökuníðinga á staðnum og fulla heimild til að sekta ökumenn vegna hraðaksturs á staðnum. Hafið það fyrir reglu malda ekki í móinn þar sem lögreglan er í fullum rétti að halda ykkur á staðnum þar til þið greiðið sektina í peningum eða verði leidd fyrir dómara. Sektirnar geta verið mjög háar þannig að við mælum eindregið með þið haldið ykkur á löglegum hraða og virðið lögin. Einnig er gott til þess að vita að allar merkingar á A-7 hraðbrautinni eru góðar og eru ökumenn látnir vita af vel í tíma þegar næstu afreinar nálgast. Af hraðbrautinni liggja víða afreinar þar sem auðvelt er að komast inni í nærliggjandi bæi og borgir.  

Ökumenn ættu að hafa það í huga að við akstur á hraðbrautum er reglulega farið í gegnum vegatolla þar sem greiddur er vegatollur og því er gott er að hafa smámynt í bílnum. Þó er ökumönnum sem eru í langferðum heimilt að móttaka miða við hvern vegatolll og greiða síðan heildar vegatoll þegar hraðbrautin er að lokum yfirgefin. Vert er að hafa það í huga að þegar komið er vegatolli þá birtast margir tollabásar "peaje" sem keyra má í gegnum en þeir eru mismunandi merktir. Tollabásinn sem er merktur “telepago” er fyrir þá sem eru með veglykil í bílrúðinni hjá sér eða svipað og við þekkjum við akstur  í gegnum hvalfjarðargöngin. Tollabásinn sem merktur er “automatico” er fyrir þá ökumenn sem vilja greiða vegatollinn með kreditkortum en í tollabásunum merktum "maunal eða metallico" má greiða í peningum. Í þessum básum eru starfsmenn. Þeir tollabásar sem merktir eru með grænni ör eru opnir fyrir umferð en þeir sem merktir eru með X eru lokaðir fyrir umferð.  Umferðin gengur yfirleitt mjög hratt í gegnum vegatollinn þannig að ekki hljótast neinar tafir af. Þess má geta til fróðleiks að það er nær undantekningarlaus regla að á hraðbrautunum er ekki meira en um 40 km á milli mögulegra hvíldaraðstöðu þar sem í boði eru veitingar og eldsneyti.

Ökustírteini íslenskra ökumanna á Spáni er fullgilt og þarf ekkert að aðhæfast með það nema þegar sótt er um dvalarleyfi á Spáni. Það er mjög mikilvægt að þeir íslendingar sem hafa fengið dvalarleyfið á Spáni fari á næstu lögreglustöð og fái staðfest afrit af ökuskírteininu stimplað af lögreglunni um dvalarleyfið. Þetta er nauðsynlegt til að fyrirbyggja misskilning og leiðindi ef lögrelgan stöðvar ökumann á bíl á spænskum númerum.

Það er nauðsynlegt að hafa það í huga að skv. spænskum lögum verða ökumenn að vera orðnir 18 ára þó svo að ökumenn geti fengið fullgilt ökuskírteini við 17 ára aldur í sínu heimalandi. Einnig er mikilvægt að hafa til reiðu í bílnum, ökuskírteinið, vegabréf ef ökustírteinið er ekki við hendina og leigupappíra frá bílaleigunni ef ekið er um á bílaleigubíl.

Það er grundvallar regla við akstur á hraðbrautum á Spáni sem og annars staðar í Evrópu að ökumenn mega ekki eigna sér innstu akreinina á hraðbrautinni. Það er regla að þau ökutæki sem aka hvað hægast aki á akreininni lengst til hægri en sú bílaumferð sem fer hvað hraðast yfir aki um á akreininni lengst til vinstri.

Hringtorgamenningin á Spáni er líka svolítið öðruvísi en við eigum að venjast á Íslandi. Ytri hringurinn á hringtorgunum á alltaf réttinn þannig að farið varlega við akstur í hringtorgum.

Hvað öryggisbeltin varðar er skylt eins og á Íslandi að allir spenni beltin og liggja einnig háa sektir við því ef ökumaður eða farþegar eru ekki vel spenntir. Börnum yngra en 12 ára er ekki heimilt að sitja í farþegasætinu fram í nema að barnið sé hærra en 150 cm að hæð.

Stranglega bannað er nú með lögum á Spáni að tala í símann á meðan ekið er nema ökumaður hefur handfrjálsan búnað. Einnig er ökumanni óheimilt að hafa útvarp eða hvers konar tónlistargræjur í eyranu. Sektir við þessu geta numið allt að 300 evrur.

Það er hverjum og einum ökumanni á Spáni nauðsynlegt að vita að það er ekki heimilt að leggja hvar sem er. Bannað er til að mynda að leggja bílnum þar sem gular línur eru málaðar á gangstéttarkantinn eða þar sem  bannmerki er til staðar. Í mörgum bæjum og borgum er mjög erfitt að finna bílastæði þannig að mikilvægt er að finna annað hvort bílastæðahús eða sérmerkt bílastæði en þá þarf líka að greiða fyrir bílastæðið.  Það getur líka borgað sig þar sem borgaryfirvöld á hverjum stað taka hart á því ef bíl er lagt ólöglega. Bíllinn er einfaldlega dreginn í burtu og miði er skilinn eftir á gangstéttinni með símanúmeri dráttarbílsins þar sem þér er gefinn kostur að nálgast bílinn með miklum tilkostnaði. Mikil óþægindi fylgja þessu þar sem oft þarf að fara um langa veg til að nálgast bílinn og tungumálaörðugleikar geta sett strik í reikninginn.

Vegalengdir:

Þar sem vegakerfið á Costa Blanca svæðinu er mjög gott og allir vegir og bæir eru vel merktir þá kemur það þægilega á óvart hvað vegalengdir eru í raun ekki miklar á milli staða.

Hér að neðan verða tekin nokkur dæmi um vegalengdir og tíma á milli nokkurra valinkunna staði ef hraðbrautin er valin og ekið er á venjulegum fjölskyldu fólksbíl á ekki yfir hámarkshraða.
Dæmi um nokkrar vegalengdir ef hraðbrautin er valin:

      

Ykkur er velkomið að senda fyrirspurn á [email protected] ef þið viljið forvitnast frekar um vegi eða vegalengdir.  Einnig er gott að setja fyrirspurnir inn á spjallið þar sem einhver annar gæti haft góðar upplýsingar fyrir ykkur.