Búseta á spáni

Það er draumur hjá mörgum að rífa sig úr hlekkjum hversdagsins og stofna til heimilis á suðrænni slóðum í heitara loftslagi og við allt aðrar aðstæður en til þekkjast á Íslandi. En draumar geta orðið að veruleika eins og dæmin sanna en fjöldi íslendinga ásamt fjölda evrópubúa hafa sest að á Costa Blanca svæðinu undanfarin misseri. Hér verður reynt að draga allt það fram sem gott er vita ef láta á drauminn rætast.