Beint flug


Í beinu flugi frá Keflavík til Alicante eru um 4,5 klst flugtími en þess má geta að 2ja klst. tímamismunur er á sumrin en 1 klst á veturnar miðað við klukkuna á Íslandi.

Eftir fall Wow á síðasta ári myndaðist skarð í flugframboði á flugleiðinni frá Íslandi til Alicante sem er miðpunktur sólþyrsta Íslendinga á hin ýmsa staði við Miðjarðhafið. Með sanni má segja að flugfélagið Norwegian hafi fyllt þetta skarð svo unn muni en þeir verða með beint flug 4 x í viku sumarið 2020. Icelandair mun hefja beint leiguflug í gegnum Ferðaskrifstofuna Vita í vor og fram á haustið vera með flug 2 x í viku frá Ísandii til Alicante. Sama má segja með leiguflug Heimsferða en sem fyrr verður það ítalska flugfélagið Neozair sem sinnir því flugi 1 x í viku í sumar. 

Sumarið 2020 munu því 3 aðilar sinna beinu flugi til Alicante frá Íslandi eða allt að 7 x í viku og því gott framboð á beinu flugi fyrir alla þá íslendinga sem vilja komast í sólina í sumar. 
Unnt er að bóka flugið í gegnum

www.norwegian.com
www.heimsferdir.is
www.vita.is 


.Mjög gott er lika að notast við flugleitarvélina - www.dohop.is - til að finna þessi tengiflug frá Íslandi og í mjög mörgum tilvikum þarf ekki að gista á viðkomandi millilendingarstöðum vegna mikillar flugtíðni til og frá Spáni.