Beint flug


Í beinu flugi frá Keflavík til Alicante eru um 4,5 klst flugtími en þess má geta að 2ja klst. tímamismunur er á sumrin en 1 klst á veturnar miðað við klukkuna á Íslandi.
WOWair og Primerair bjóða upp á beint flug á milli Keflavíkur og Alicante og hafa flugáætlanir þeirra undanfarin ár verið samhljóða á þann hátt að beint flug hefst í apríl á hverju ári og lýkur í lok október og beint flug allt að 4 sinnum í viku. Hina mánuði ársins hefur verið best fyrir íslenska ferðalanga að fljúga beint frá Keflavík til annað hvort London Gatwick eða Kaupmannahafnar og síðan áfram til Alicante með lágfargjaldaflugfélögum eins og Easyjet - Ryanair - Monarch Airline eða Norwiegean Airlins. Mjög gott er að notast við flugleitarvélina - www.dohop.is - til að finna þessi tengiflug frá Íslandi og í mjög mörgum tilvikum þarf ekki að gista á viðkomandi millilendingarstöðum vegna mikillar flugtíðni til og frá Spáni.