Eignir til sölu

Annað dótturfyrirtækja Costablanca er íslenska fasteignamiðlunin Spánarheimili sem heldur úti heimasíðunni www.spanarheimili.is og auglýsir fasteignir til sölu á Spáni. Á síðunni eru ítarlegar upplýsingar um hvernig fasteignakaup á Spáni ganga fyrir sig. Einnig eru helstu upplýsingar um Costa Blanca svæðið á Spáni, en það er aðal markaðssvæðið enda stærsta og eftirsóttasta sumarhúsasvæði Suður Evrópu. 

Að baki Spánarheimili standa íslenskir og spænskir aðilar með samanlagða áratuga reynslu af sölu fasteigna á Spáni. Starfsfólk fyrirtækisins þekkir vel til allra aðstæðna og staðhátta á Costa Blanca svæðinu en hluti af starfsfólkinu býr á Spáni. Hagur kaupenda á þannig að vera tryggður í gegnum kaupferlið á Spáni, enda er um að ræða viðskipti einstaklinga á erlendri grund þar sem spænsk lög gilda.