Veitingastaðir

Á Costa Blanca svæðinu er fjöldinn allur af veitingastöðum af öllum stærðum og gerðum en þar sem ferðamenn flykkjast til svæðsins yfir sumarmánuðina vill oft bera við að matseðlarnir á veitingastöðvunum séu einsleitnir á mörgum ferðamannastöðum.  Flestir þessara veitingastaða eru með matseðilinn á nokkrum tungumálum og meira að segja með myndir af réttunum í boði á matseðlinum og því ætti ekki að vera vandi að velja sér rétt. En að sjálfsögðu finnast á svæðinu fjöldi veitingastaða sem sérhæfa sig í ákveðinni matseld eins og t.d. kínverskur, indverskur, arabískur, ítalskur, þýskur, breskur, japanskur, argentískur, mexíkanskur  og þannig mætti lengi telja.  Eins og áður segir er oft margt um manninn á veitingastöðum á sumrin og því er mjög gott að vera í fyrra fallinu til að komast að en ef komið er mjög seint á veitingastaði getur verið nokkur bið eftir borðum. Þó skal hafa í huga að sum veitingahús byrja ekki að framreiða mat á kvöldin fyrr en fyrsta lagi kl 19:00 og 20:00 og því er ágætt að vera mættur með fjölskylduna snemma til að losna við bið og mannmergð. Margir veitingastaðir eru það vinsælir að það marg borgar sig að panta borð fyrirfram. Á Spáni er nefnilega það alþekkt að fólk fer mjög seint út að borða og jafnvel ekki fyrr en í kringum 22:00 á kvöldið eða síðar. 

Á Costa Blanca svæðinu eru margar þekktar skyndibitakeðjur en nefna má KFC - McDonalds - Burger King - Subway og fleirri þekkt merki en eins furðulegt og það kann að hljóma fer lítið fyrir amerískum pizzastöðum eing  Dominos eða Pizza Hut. 

Mjög gott úrval er af kaffihúsum á Costa Blanca svæðinu og hvað er betra en nýlagað "Café con leche" eða "Americano" ásamt nýbökuðu "croissant" eða "tosdao con tomate". Mjög lítið er um bakari eins og þekkist á Íslandi en spánverjar eru frekar einsleitnir í brauðgerð og miklu meira fyrir hvít "baquete" brauð sem ávalt eru til nýbökuð á kaffihúsunum. 

Við bendum á eftirfarandi heimasíður um kaffihús og veitingastaði á Costa Blanca svæðinu:

http://www.eatoutcostablanca.com/
http://www.costablancarestaurants.com/
Áhrifaríkast er þó að fara inn á www.tripadvisor.com og finna umsagnir og meðmæli um alla þá veitingstaði sem eru á Costa Blanca svæðinu en þar hafa gestir staðarins gefið veitingastöðuðunum sín meðmæli.