Afþreying

Á Costa Blanca svæðinu fyrirfinnast ótal afþreyingarmöguleikar og er það í raun undir hverjum og einum komið hverju er verið að leita eftir og hvar áhugasviðið liggur. Segja má að í boði sé allt það sem hugurinn girnist og ætti engum að leiðast. Hér að neðan nefnum við helstu afþreyningakosti en sendið okkur línu á [email protected] ef þú finnur ekkert við þitt hæfi og við bætum því við listann.
 

Veitingastaðir

Veitingastaðir

Skemmtistaðir

Skemmtigarðar

Verslun og þjonusta 

 

Skemmtistaðir: 
Segja má að á Costa Blanca svæðinu séu skemmtanaþyrstir íslendingar staddir á himnaríki því hér finnst öll flóran. Það er ógjörningur að telja hér upp með tæmandi hætti alla þá skemmtistaði og næturklúbba sem starfa á Costa Blanca svæðinu og því viljum við minnast aðeins á þá helstu staði sem notið hafa mikilla vinsælda á þeim svæðum sem íslendingar dvelja mest. En þetta eru svæðin í kringum Torrevieja og stórborgina Benidorm.

 

Skemmtistaðir og næturklúbbar á Torreviejasvæðinu

Í borginni Torrevieja og í sumarhúsahverfunum umhverfis borgina er mikið af litlum og notalegum hverfispöbbum í ákveðnum verslunarkjörnum þar sem oftar en ekki er boðið upp á lifandi tónlist og "karioke". Einnig finnast írskir pöbbar - diskópöbbar - og síðast en ekki síst dansstaðir þar sem spiluð er danstónlist allt frá salsa til "tecno". ´
Rétt fyrir utan miðbæ Torrevieja (um 15 min gangur frá strandgötunni) eða nánar tiltekið við verslunarmiðstöðina Habineras er fjöldinn allur af næturklúbbum og diskótekum þar sem opið er fram til 06:00. 
Rétt við verslunarmiðstöðina Habineras er afþreyingarstaðurinn Ozone en þar eru nokkrir bíósalir, stór og mikill keilusalur og leiktækjasalur með spilakössum. 

Diskótekið Pacha er staðsett í Torrevieja eða rétt við Aquapolis og hinum megin við N-332 á móts við Carrefour og verslunarmiðstöðina Habineras. Pacha - diskókeðjan er þekkt víða í suður evrópu en á hverju kvöldi alla daga vikunnar eru ákveðin þemakvöld þar sem skemmtanaþyrstir sóldýrkendur geta skemmt sér fram undir morgun. Kíkið á heimasíðu Pacha 

Hér að neðan eru annars áhugaverðar heimasíður á ensku um helstu skemmtistaði og næturklúbba á Torreviejasvæðinu: 

Ágæt heimsíða með fjölda heimilisfanga og símanúmera á skemmtistöðum í Torrevieja.


Skemmtistaðir og næturklúbbar á Benidormsvæðinu

Skemmtanaborgin Benidorm hefur upp á að bjóða mikið úrval skemmtistaða og næturklúbba fyrir alla þá fjölmörgu evrópubúa sem flykkjast til Benidorm til að skemmta sér. Enda má segja að fjölskyldufólkið sæki ekki mikið eftir því að dveljast í stórborginni sjálfri. Það hefur verið vinsælla á meðal fjölskyldufólks að dveljast rétt fyrir utan Benidorm eins og í smábæjunum Altea og Calpe og eiga síðan frekari möguleika á að skjótast eitt og eitt kvöld inni í paradísarheim skemmtanalífsins, Benidorm, og sletta ærlega úr klaufunum.
Hér að neðan eru áhugaverðir tenglar um helstu skemmtistaði og næturklúbba Benidorm.

Góð heimasíða um skemmtistaði og næturklúbba á Benidorm

Í borginni Torrevieja og í sumarhúsahverfunum umhverfis borgina er mikið af litlum og notalegum hverfispöbbum í ákveðnum verslunarkjörnum þar sem oftar en ekki er boðið upp á lifandi tónlist og "karioke". Einnig finnast írskir pöbbar - diskópöbbar - og síðast en ekki síst dansstaðir þar sem spiluð er danstónlist allt frá salsa til "tecno". ´Rétt fyrir utan miðbæ Torrevieja (um 15 min gangur frá strandgötunni) eða nánar tiltekið við verslunarmiðstöðina Habineras er fjöldinn allur af næturklúbbum og diskótekum þar sem opið er fram til 06:00. Rétt við verslunarmiðstöðina Habineras er afþreyingarstaðurinn Ozone en þar eru nokkrir bíósalir, stór og mikill keilusalur og leiktækjasalur með spilakössum. Diskótekið Pacha er staðsett í Torrevieja eða rétt við Aquapolis og hinum megin við N-332 á móts við Carrefour og verslunarmiðstöðina Habineras. Pacha - diskókeðjan er þekkt víða í suður evrópu en á hverju kvöldi alla daga vikunnar eru ákveðin þemakvöld þar sem skemmtanaþyrstir sóldýrkendur geta skemmt sér fram undir morgun. Kíkið á heimasíðu

Góð heimasíða um bari á Benidorm, Calpe og í Javea 

 

Costa Blanca svæðið er algjör ævintýraheimur þegar kemur að skemmtigörðum og ætti engum að leiðast. Á svæðinu fyrirfinnast ýmsar tegundir skemmtigarða og jafnvel stærstu skemmtigarðar evrópu. Hér að neðan verða gerð skil á helstu skemmtigörðum á Costa Blanca svæðinu.

Terra Mitica er langstærsti skemmtigarður Costa Blanca svæðisins og er algjör ævintýraheimur bæði fyrir unga sem aldna. Það er nauðsynlegt að heimsækja garðinn að minnsta kosti einu sinni þó það geti tekið nokkra daga að upplifa allt það sem garðurinn hefur upp á að bjóða. Smellið hér á Terra Mitica til að fá nánari upplýsingar um garðinn.    

Terra Natura er þemagarður þar sem gestir garðsins ferðast heimshorna og heimsálfa á milli bæði í tíma og rúmi. Gestir garðsins kynnast á þessari göngu sinni öllu því helsta á hverjum stað eins og dýralífi, landsháttum, menningu eins og arkitektúr og matarvenjum. Það er bæði mikil skemmtun og góð fræðsla að heimsækja Terra Natura en smellið hér á Terra Natura til að forvitnast meira um garðinn.

Rio safari dýragarðurinn er staðsettur á Costa Banca suðursvæðinu eða miðja vegu á milli borgarinnar Elche og Santa Pola en þar geta gestir dýragarðsins gengið um og skoðað og jafnvel fóðrað dýrin. Smellið hér á Rio Safari til að fá frekari upplýsingar um garðinn. 

Safari Aitana dýragarðurinn er staðsettur á Costa Blanca norður svæðinu eða rétt fyrir norðan Alicante. Safari Aitana dýragarðurinn er keimlíkur Rio Safari garðinum nema hvað hér er svæði þar sem unnt er að keyra á bíl í gegnum garðinn þar sem villtu dýrin halda sig. Smellið hér á Safari Aitana til að fá frekari upplýsingar um garðinn. 

Aqualandia vatnagarðurinn er staðsettur rétt fyrir norðan Benidorm en hann er stærsti vatnagarður Costa Blanca svæðisins og hefur upp á heilan heim vatnaleiktækja að bjóða. Smellið hér á Aqualandia til að fá frekari upplýsingar um garðinn. 

Aquapolis vatnagarðurinn er staðsettur í Torrevieja og hefur upp á öll þau helstu vatnaleiktæki og brautir að bjóða sem er í stærri görðum. Góður fjölskyldugarður og smellið hér á  Aquapolis til að fá frekari upplýsingar um garðinn

Aqua Park vatnagarðurinn svipar til Aquapolis vatnagarðsins en Aqua Park er staðsettur í Riojales. Það er keyrt í gegnum Ciudad Quesada og þaðan er merkingum fylgt eftir. Góður fjölskyldugarður. Smellið hér á Aqua Park til að fá frekari upplýsingar um vatnagarðinn.

Polar Park er lítill skemmtigaður í Santa Pola rétt fyrir norðan Torrevieja. Ókeypis er í þennan ananrs skemmtilega skemmtigarð þar sem eru hoppukastalar, rennibrautir, vatnabátar, mini golf og fjöldinn annar af leiktækjum. Þarna eru einnig veitingastaðir´, ísbúðir og margt fleirra. Kíkið endilega á heimasíðu garðsins og sjáið hvað hann hefur upp á að bjóða. 

 

Með sanni má segja að öll verslun á Costa Blanca svæðinu sé bæði mjög fjölbreytt og öflug. Verlsunarflóran er mikil. Götumarkaðir þar sem menn prútta um verðið og nýstískulegar verslanir í stórum verslunarmiðstöðvum sem eru í stærri borgum svæðisins.

Hér að neðan verður reynt að gera nánari skil á helstu mörkuðum og verslunum á svæðinu.   
 
 Verslanir: 
 
Á Costa Blanca svæðinu er mikil og fjölbreytt verslunarflóra og úrvalið mikið og samkeppnineftir því. Það er oftar en ekki að maður getur rekið sig á sömu vöruna í mismunandi verslunum og á mismunandi verði. Þið skulið hafa það í huga að þó verðlag sé verulega lægra en gengur og gerist á Íslandi þá er oft mikill verðmunur eftir því hvar verslað er. Tilhneigingin er sú að hæðstu verðin séu oftast þar sem mikið er af ferðamönnum. Það gæti verið t.d. nokkur munur á að kaupa vinsælan geisladisk í sérverslun niður við strönd og síðan í borg lengra uppi í landi. 

Matvöruverslanir: 

Á Costa Blanca svæðinu er mikið úrval matvöruverslana eða alveg frá litlum "supermercado" og upp í stórar matvöruverslunarkeðjur eins og Consum - Mercadona - Carrefour - Lidl ofl. 
Supermercado eru litlar matvöruverslanir svona eins og hverfisverslun eða kaupmaðurinn á horninu sem hefur aðeins það helsta á boðstólnum en þær eru dýrari búðir en aðrar. Mercadona er stór og mikil úrvals matvöruverslun með mikið framboð af matvörum. 
Carrefour eru stórir og miklir stórmarkaðir svipaðir og Hagkaup sem bjóða ekki einvörðungu upp á matvörur heldur fatnað, raftæki, garðvörur ofl. Góð verð. Consum eru góðar matvöruverslanir sem hafa mikið úrval matvöru og ferskvöru en einnig dýrindis kjöt- og fiskiborð. 
Lidl er þýsk lágvörukeðja sem býður upp á ágætis úrval af pakkavörum, niðursuðuvörum og frystivörum. Ekki mikið úrval ferskvara en á móti kemur að verðið er mjög gott eða eins og Bonus á íslenskum mælikvarða.  
Aldi er alþjóðleg verslunarkeðja sem er á nokkrum stöðum á Costa Blanca svæðinu. Þessi búð er svipuð og Hagkaup hér heima þar sem unnt er að kaupa matvörur, fatnað, heimilistæki ofl. á góðu verði. 
Það verður að teljast mikil viðbrigði fyrir flesta íslendinga að koma inni í matvöruverslanir á Spáni þar sem oftar en ekki er gífurlegt úrval áfengis í hillum og erfitt að festa reiður á hvaða borðvín skal kaupa með matnum þar sem tegundirnar hlaupa á hundruðum.  
 
Einnig er gaman frá því að segja að það er ákveðin upplifun að fara í litlar verslanir sem eru í stærri þorpum og borgum og versla beint af slátraranum.  
 
Til viðmiðunar og samanburðar má geta þess að fyrir 6 manna fjölskyldu á Costa Blanca svæðinu liggur matarinnkaupareikningurinn um 400 -500 evrur á mánuði en í þeirri tölu eru helgarsteikurnar og dýrindis rauðvín og því engu til sparað. Ef sambærileg innkaup ættu sér stað á Íslandi lægi reikningurinn í kringum 800 - 900 evrur á mánuði eða helmingi hærri.  Þetta segir allt sem segja þarf. 
 
 
Sérverslanir og verslunarmiðstöðvar

Í helstu borgum Costa Blanca svæðisins er fjöldi sérverslana undir helstu tískuvörumerkjum heims. Þessar merkjaverslanir finnast annað hvort í verslunargötum helstu borga Costa Blanca þar sem upplagt er að ganga um og skoða sig um eða hins vegar í stóru verslunarmiðstöðunum sem eru nokkrar á svæðinu. 

Habaneras er staðsett í Torrevieja eða rétt við N-332 á móts við Aquapolis garðinn og verslunina Carrefour. Þetta er stór verslunarmisðstöð með öllum helstu tískuvöruverslununum og mjög aðgengileg og gott að versla í henni.
Gran Via er stór verslunarmiðstöð á Costa Blanca svæðinu með um 100 verslunum, og fjölda veitingastaða. Gran Via er staðsett í Alicante og þegar keyrt er inni í borgina er best að leita að breiðgötunni Av. Gran Via og fylgja henni eftir. 
Plaza Mar 2 er einnig stór verslunarmiðstöð í Alicante með fjölda verslana. 

Í öllum ofangreindum verslunarmiðstöðvum og mörgum öðrum eru þekktar verslanir eins og Benetton - Zara - Lacoste - Prenetal - Mango - Foot Locker - H&M - C&A - Jack&Jones  og þannig mætti lengi telja. 
El Corte Ingles er stórt vöruhús á nokkrum hæðum sem einnig er staðsett í Alicante.
 
 
 
Markaðir:  
 
Götumarkaðir er stór hluti verslunar á Costa Blanca svæðinu en í flestum borgum og bæjum eru settur upp markaðir sem bjóða meðal annars upp á ferskvörur beint frá bóndanum, ýmsar handunnar vörur og jafnvel innfluttar vörur frá Afríku. Þessir markaðir eru mjög fjölbreyttir og standa flestir einungis yfir í einn dag í viku á hverjum stað þó finna megi aðra markaði eins og götumarkaðinn við strandgötuna í Torrevieja sem er opin öll kvöld vikunnar. Allir þessi markaðir eru oftast svokallaðir götumarkaðir sem gerir það að verkum að erfitt getur verið að fá bílastæði. Flestir götumarkaðanna sem eru haldnir einu sinni í viku á hverjum stað eru opnir á milli kl 09:00  - 14:00
 
Einnig er nokkuð um það að götusalar vafri um götur og bjóði ýmsan varning til sölu en oftar en ekki er hér um varning að ræða sem er seldur í óþökk yfirvalda á hverjum stað.
Hér að neðan verður upptalning á þeim helstu götumörkuðum sem eru reglulega haldnir á Costa Blanca svæðinu. 
 
 
Markaðir á Costablanca suður svæðinu
   
Sunnudagur: 

Albatera ( La Granadina markaðurinn) Farið er af A-7 við exit 78. Þetta er meðalstór sveitamarkaður með 181 bás. Það eru 2 kaffihús (1 með Tapas) og hoppukastali og leiktæki fyrir börnin. Gott að fá stæði, en þau eru ekki vöktuð.
Algorfa (Zoco markaðurinn) Farið er af  við exit 745 á AP-7. Einn af fáum sveitamörkuðum sem er á sínum stað með 12 kaffihúsum og 304 básum. Auðvelt era ð fá stæði, þar sem eru 2 stór vöktuð bílastæði  við markaðinn. Very popular with expats. (mostly English), who operate several stalls. 
Elche Farið er af við exit 74 og 75 á A-7. Craft market við Plazade Raval.
San Fulgencio(Marina-Oasis) Eins og markaðurinn á  Fimmtudögum (sjá neðar), en hann er minni og ekki eins erilsamur. Það er breskt bakari í einum básnum en ekkert kaffihús 
Campo de Guardamar(Campico) Lemon Grove Market  Það er vísað í þennan markað á 332 ( beygja til vinstri 2km neðan við CV895 frá N322 sunnan við Guardamar del Segura)Það eru 2 bílastæði við markaðinn, en það getur verið erfitt að komast að og frá vegna þrengsla. Þessi markaður er vinsæll hjá þjóðverjum og eru þeir með marga bása sjálfir. Það eru 373 básar og 36 kaffihús. 
Guardamar flóamarkaður. Vinstra meginn við 332 í norður. En, til að komast þangað verður að beygja til hægri við Guardamar og fara þar kringum og undir N332. Þetta er lítill markaður með 87 básum, aðallega föt og skór til sölu á þessum markaði. 
La Murada Farið er af við exit 81 á A-7. Þetta er meðalstór sveitamarkaður með 184 bása við aðalgötu bæjarins. Það er ekkert kaffihús á markaðnum sjálfum en nokkur eru við aðalgötuna. Ágætt að fá stæði en getur orðið svolítið þröngt.

Mánudagur: 
Elx/Elche (Plaza de la Fruta, Plaza de Barcelona & Plaza de San José) Farið er af við exit 74 eða 75 á A-7.
Orihuela Farið er af við exit 80 á A-7. 
Santa Pola 20km suður af Alicante á N332. Minni útgáfa af Laugardagsmarkaðinum. Það eru 308 básar, 77% er fatnaður og 17% er húsbúnaður. Það er ekkert grænmeti selt á þessum markaði. Það eru 3 kaffibásar og 6 kaffihús  og það er yfirleitt ekki mikil mannþröng á þessum markaði.
Þriðjudagur:

Benijofar Fara CV-920 frá exit 743 af AP-7. Lítill markaður með 49 básum, 1 kaffihús. 
Orihuela Farið er af  við exit 80 af A-7. Á götunum við Plaza de Torrevieja. Aðallega ávextir, grænmeti, skór og fatnaður. 333 básar. Mikið af básum með ódýrum fötum í hrúgum. Ekkert kaffihús við markaðinn. 

Miðvikudagur:

Callosa del Segura  Farið 7km meðfram CV913, við exit 733 af AP-7. 
Guardamar del Segura Town Market Hann er 13km norður af Torrevieja á N332. Miðlungsstór markaður með 232 bása í tveimur götum sínhvoru megin við kirkjuna. Það er best að leggja bílnum í bílastæðahúsið við suðurenda aðalgötunnar og ganga á markaðinn. Það getur orðið ansi mannmargt á markaðnum. 5 kaffihús við markaðinn. Vinsæll markaður meðal þjóðverja og austur evrópubúa. 
La Mata Farið er rétt norðan við Torrevieja á N332. Lítill markaðaur með 110 básum. Eflaust er auðveldast að fá stæði við þennann markað og minnsta mannþröngin. 
San Miguel de Salinas Á CV-95, frá exit 798 af AP-7. Lítill markaður með 106 bása og 1 kaffibás. Mikið um að bretar mæti þarna. Sjaldan mannþröng.

Fimmtudagur:

San Fulgencio (Marina-Oasis) Farið er 38 km suður af Alicante . Meðalstór markaður með 168 básum. 3 kaffibásar
Rojales Lítill markaður með 65 básum og engum kaffibás.

Föstudagur:

Crevellente Farið er af  við exit 75 eða 78 á A-7. Markaður með 181 básum og 1 kaffibás við bæjartorgið. Þar sem elsti hluti Crevellente er staðsettur í hlíð getur þessi markaður verið erfiður fyrir fatlaða. Þessi götumarkaður er öðruvísi en aðrir vegna þess að hann er lokaður og á þremur hæðum.
Dolores Farið er af við exit 737 á AP-7. Lítill markaður með 140 básum við bæjartorgið og við kirkjuna, 4 kaffihús
Los Montesinos  Fara CV-945 frá exit 751 á AP-7. Mjög lítill markaður, 26 básar, sem opinn er frá kl: 17-19.
Orihuela Farið er af við  exit 80 á A7. Mjög lítill 17 bása markaður með aðallega ávexti og grænmeti. Hann er við Plaza Santa Lucia. 
Pilar de la Horadada  Farið er af 332 rétt áður en komið er að Murcia afleggjara. Þetta er kvöldmarkaður. 
Torrevieja  Mjög stór markaður með 560 básum og yfir 10 kaffihúsum. Verður oft mikil mannþröng.

Laugardagur:

Almoradí Farið er af við exit 737 á AP-7. Eflaust ánægjulegasti markaðurinn með 555 básum þar sem hægt er að sitja við torgið í miðbænum og notið mannlífsins á milli þess að rölta markaðinn. 6 kaffihús við markaðinn.
Elx/Elche (Plaza de la Fruta, Plaza de Barcelona & Plaza de San José ) Farið er af við exit 74 eða 75 á A7.
Playa Flamenca, Orihuela Costa. Rétt sunnan við Torrevieja á N332. Nokkuð stór markaður með 240 básum. Hann er á einni breiðri götu upp af Mercadona supermarkaðnum. Það eru 4 kaffibásar og 3 kaffihús. Ekki mjög mikil mannþröng. 
Santa Pola  Keyrt er 20km suður af Alicante á N332. Þetta er miðlungsstór markaður með 345 básum. Hann stendur á stóru bílastæði í miðbænum. Það eru 4 kaffibásar og 6 kaffihús við markaðinn.

Markaðir á Costa blanca norður svæðinu

Sunnudagur:

Benidorm 
La Nucia Farið er af við exit 65 á A-7. 
Teulada  Farið er af við exit 63 á A-7.

Mánudagur:

Callosa d´en Sarrià  Nálægt Benidorm, 11km eftir CV755 frá exit 64 á A-7.
Denia  Norður af Benidorm
Elda  Fara af N330 60km frá Alicante 
Ibi  57km áfram N340 inná CV-860 10 km. 
La Nucia Farið er11km norður af Benidorm
Parcent  Beygja hjá CV750 áður en komið er að Benissa á N332.
Petrer Er rétt við Elda .

Þriðjudagur:

Altea  Á N332, 10km frá Benidorm. 
Elda  Fara af N330 60km frá Alicante .

Miðvikudagur:

Alcoi/Alcoy  Hann er 57km frá Alicante á N340.
Benidorm 
El Campello  Hann er13km frá Alicante á N332
Mutxamiel  Hann er rétt norðan við Alicante 
Novelda  Fylgja CV-84/N325 frá exit 74 á A-7. 
Ondara  Er rétt hjá exit 62 á A-7. 
Petrer  Næsti bær við Elda . 
Sax  Nálægt Elda 
Teulada  Beygja af við exit 63 á A-7.

Fimmtudagur:

Jávea  80 km norður af Benidorm.
Pego  30 km inn í land frá Denia. 
Villajoyosa  Beygja af A-7 við exit 66.

Föstudagur:

Alfas del Pi Beygja af A-7 við exit 65.
Denia  Ávaxta og grænmetismarkaður.
Moraira  Hann er 8 km frá Teulada, við exit 63 á A-7.

Laugardagur:

Alcoi/Alcoy  57 km frá Alicante á N340.
Benissa  Farið er af við exit63 á A-7. 
Calpe Farið er af við exit64 á A-7. 
Ondara Farið er af við exit62 á A-7. 
Pedreguer  Nálægt exit 62 á  A-7. 
Sax  48km frá Alicante

 

Í ýmsum borgum á Costa Blanca svæðinu er unnt að finna bæði leikhús og bíósali með hinum ýmsu sýningum. Yfir sumarmánuðina er unnt að finna ýmsar farandssýningar sem settar eru upp við bæi og borgir og má þar nefna sirkus, tívolí, fjöllistasýningar ofl.

Verður nú reynt að draga saman á einn stað helstu kvikmyndahús og leik- og fjölleikahús sem eru á þeim svæðum sem íslendingar dvelja.
Einnig er þessu gerð góð skil  á viðburðadagatalinu hér á síðunni. 

Kvikmyndahús: 

Á þeim svæðum sem íslendingar búa eða dvelja mest eru nokkur kvikmyndahús sem sýna allaf nýjustu myndirnar. Þó skal þess getið að flestar amerískar bíómyndir í kvikmyndahúsunum hafa vera talsettar með spænsku tali þó finna megi kvikmyndahús sem bjóða upp á ótalsettar myndir eða "orginal" eins og við þekkjum í íslenskum kvikmyndahúsum. Til gamans má sjá hér brot úr kvikmyndinni Mission Impossible með Tom Cruise í spænskri útgáfu.  

Í Torrevieja er nýlegt kvikmyndahús með fjölda bíósala í afþreyingarmiðstöðinni Ozone. Ozone er staðsett rétt við verslunarmiðstöðina Habineras sem er við sveitaveginn N-332 og á móti vatnagarðinum Aquapolis. Það tekur um 20 min að ganga frá miðbæ Torrevieja.

Listi yfir kvikmyndahús í Alicante
Listi yfir kvikmyndahús á Benidorm

Tívólí og sirkus
Yfir sumarmánuðina þegar ferðamannatíminn stendur sem hæst má finna víða í helstu borgum og bæjum ýmsar farandsýningar eins og sirkus og tívolí. Þessir atburðir eru yfirleitt í nokkra daga á hverjum stað áður en þeir færa sig um set og eru þeir vel auglýstir á hverjum stað með áberandi veggjaspjöldum svo ekki fari fram hjá neinum. Reyndar eru starfandi tívolí á nokkrum stöðum allt árið um kring eins og t.d. í miðbæ Torrevieja við strandlengjuna. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. 

Leikhús - söfn - fjöllistasýningar 
Allt árið um kring eru opin á Costa Blanca svæðinu ýmis söfn og leikhús en yfir sumarmánuðina má sjá hvar margs konar farandssýningum fjölgar gífurlega á svæðinu en þessar sýningar eru einnig auglýstar vel þegar þær eru settar upp. 

Listi yfir nokkur söfn og leikhús á Costa Blanca svæðinu.
Teatro Circo í Orhuela rétt við Torrevieja 
Marq safnið í Alicante 
Menningarsíða með yfirlit yfir söfn í Torrevieja 
Listi yfir áhugaverð söfn í Calpe

 

Áhugamenn um íþróttir og aðra íþróttatengda afþreyingu svo ekki sé talað um ýmsar tegundir jaðarsports eru með sanni á réttum stað því á Costa Blanca svæðinu er unnt að finna allt það sem hugurinn girnist. Verður nú reynt að gera þessum flokki góð skil en sendið okkur línu á [email protected] ef þið viljið benda á tiltekna afþreyingu sem ekki er tiltekin hér eða hafið góða ábendingu.

 
Hinar venjulegu íþróttagreinar

Á Costa blanca svæðinu er stundaður fótbolti, handbolti, krikket, körfubolti, blak, strandblak og allar aðrar boltagreinar. Fótboltalið Torrevieja stendur sig ágætlega þó þeir spili ekki meðal þeirra bestu í úrvalsdeildinni. Kíkið á heimasíðu þeirra. Handboltinn stendur reyndar aðeins framar fótboltanum en handboltastrákarnir í liði BM Torrevieja spila á meðal þeirra bestu í úrvalsdeildinni. Þess má geta að íslenski leikmaðurinn Einar Örn Jónsson hefur spilað með liði Torrevieja undanfarin misseri. Kíkið á heimasíðu þeirra. 
Einnig eru frjálsar íþróttir stundaðar stíft á nokkrum stöðum á svæðinu og er íslenskum frjáls íþróttamönum heimilt að stunda æfingar á topp völlum við kjöraðstæður á Costa Blanca svæðinu. 
Áhugasamir sendið fyrirspurninr á [email protected] og við upplýsum þig frekar um íþróttasvæði og kappleiki eða ef þið viljið fá miða á íþróttaleik. 

Go-kart

Á Costa Blanca svæðinu eru nokkrar Go-kart brautir þar sem bæði ungir sem aldnir geta reynt á aksturshæfileika sína en á þessum brautum eru til leigu miskraftmikilir Go-kart bílar eða allt eftir aldri og getu hvers og eins. Leiguverð á Go-kart bíl er mismunandi eftir stærð og krafti bílanna eða frá 6 evrum til 16 evrur miðað við 8 mínútur. 

Skoðið hér vinsæla Go-kart braut við Torrevieja (liggur við veginn N-332).  Áhugasamir sendið fyrirspurninr á [email protected] og við upplýsum þig frekar

Gönguferðir

Landslag Costa Blanca svæðisins er stórkostlegt og því er mjög gaman að fara í gönguferðir um svæðið og þá sérstaklega um fjalllendið. Víða í óspilltri náttúrinni eru ekki merktar gönguleiðir og því varasamt að fara í langa göngu án nægjanlegra leiðbeininga um göngusvæðið þar sem þú gætir allt í einu verið kominn inn á veiðisvæði eða inn á nautgripasvæði. Í flestum bæjum og borgum er hægt að fá upplýsingar um bestu og fallegustu gönguleiðirnar hjá svokölluðum "Tourist information office". 
Einnig er nokkuð um að skipulagðar séu gönguferðir með leiðsögumanni þar sem hægt er að fara í hálfs- eða heilsdags ferðir eða jafnvel í nokkurra daga ferðir. 
Vinsælt hefur verið á meðal íslendinga að fara í skipulagðar gönguferðir þar sem gist er m.a. í fallegu notalegu fjallahóteli sem er í eigu íslendinga.  Áhugasamir sendið fyrirspurninr á [email protected] og við upplýsum þig frekar

Jetski

Víða á Costa Blanca ströndinni þar sem fólk liggur í sölböðum í hvítum sandinum má finna sérmerkt svæði þar sem fólk getur leigt sér Jetski frá 15 min og upp í hálftíma. Áhugasamir sendið fyrirspurninr á [email protected] og við upplýsum þig frek

Jeppa- og safariferðir

Hvað er betra en að brjóta upp aðeins daginn og fara í safari-jeppaferð til að upplifa svæði sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Yfirleitt eru þetta dagsferðir þar sem keyrt er um í opnum safaribílum um fjallendi og torfærur en þessar ferðir henta vel flestum frískum einstaklingum. Í ferðunum er alltaf reglulega numið staðar og rétt úr sér og jafnvel stokkið fram af klettum niður í volgt vatnið fyrir neðan. Þetta eru ferðir sem óhætt er að mæla með. Áhugasamir sendið fyrirspurnir á [email protected] og við upplýsum þig frekar og leggjum þér lið við að skipuleggja ævintýralega jeppaferð. 

Hestaferðir

Á nokkrum stöðum á Costa Blanca svæðinu er boðið upp á skipulagðar hestaferðir eða jafnvel reiðskóla. Á Costa Blanca suður svæðinu eða rétt við Torrevieja er boðið upp á skipulagðar hestaferðir. Verð er í kringum 25 evrur á mann miðað við 1 klst. Skoðið nánar hér
Á Costa Blanca norður svæðinu eru nokkur fyrirtæki sem skipuleggja hestaferðir eða eru með reiðskóla. Skoðið nánar hér um góðan reiðskóla nálgast borginni Benisssa. Skoðið annan hér  nálægt Dolores sem býður upp á reiðskóla - hestasýningar - gistingu ofl. Áhugasamir sendið fyrirspurnir á [email protected] og við upplýsum þig frekar

Motocross / Fjórhjól

Á Spáni er mikið um mótorhjól og fjórhjól á götum úti enda standa Spánverjar mjög framarlega í öllu mótorsporti í heiminum. Þó nokkuð er um motocross brautir á Costa Blanca svæðinu en í Albacete sem er lítil borg inni í landi er mekka motocross manna. Þar finnast margar brautir þar sem haldnar hafa verið alþjóðleg stórmót í motocrossi. Nokkur aukning hefur verið á því að íslendingar hafi ferðast til Costa Blanca svæðisins til að fara í motocross skóla en einn virtasti skóli heims í eigu fyrrum heimsmeistara í motocrossi hefur verið starfræktur á Costa Blanca svæðinu. Áhugasamir sendið fyrirspurnir á [email protected] og við upplýsum þig frekar. 

Fyrir þá tækjaóðu er á nokkrum stöðum unnt að leigja sér fjórhjól og fara í skipulegar fjórhjólaferðir og nærri Torrevieja er boðið m.a. upp á slíka afþreyingu. Áhugasamir sendið fyrirspurnir á [email protected] og við upplýsum þig frekar. 

Hjólaferðir

Á nokkrum stöðum á Costa Blanca svæðinu er boðið upp á skipulagðar hjólaferðir sem annað hvort henta fjölskyldum með börn eða fjallareiðhjólamönnum í góðri æfingu. Boðið er upp á hálfs dags til nokkra daga hjólreiðaferða fyrir hópa á láglendinu, í  þjóðgörðum eða í fjöllunum. Einnig er unnt að leigja reiðhjól til skemmri eða lengri tíma. Sem dæmi kosta reiðhjól í einn dag um 10 evrur og upp í 90 evrur fyrir einn mánuð.  Áhugasamir sendið fyrirspurnir á [email protected] og við upplýsum þig frekar. 

Köfun

Á nokkrum stöðum við Costa Blanca strandlengjuna er boðið upp á köfun. Nærri Torrevieja er unnt að kafa undir handleiðslu atvinnumanna. Kíkið á heimasíðuna. 
Á svæðinu fyrir norðan Benidorm eða við strendur Altea og Calpe er algjör ævintýraheimur kafarans. Þar starfa nokkur fyrirtæki sem sérhæfa sig í köfun fyrir bæði reynslulausa og reynslumikla kafara. Afhverju ekki að láta gamlan draum rætast og kanna undirheima sjávar fyrir aðeins 38 evrur en boðið er upp á köfunarnámskeið og köfunarferðir. Reynslumiklir kafarar finna einnig ýmislegt sér til hæfis en unnt er að leigja allan köfunarbúnað fyrir sanngjarnt verð.  Áhugasamir sendið fyrirspurnir á [email protected] og við upplýsum þig frekar eða leggjum þér lið við að skipuleggja köfun. 

Sjósport

Sjóskíði
Við Levante ströndina á Benidorm er starfrækt sjóskíða toglyfta. Hún virkar þannig að þú kaupir þér ákveðna margar ferðir eða frá 10 evrur þrír hringir og þú ert dreginn í þessari toglyftu nokkuð stóran hring og ef þú fellur við er náð í þig á jetski og þú reynir aftur. Kíkið á heimasíðuna til að forvitnast. 

Bananadráttur
Á nokkrum stöðum við ströndina er boðið upp á að draga á kraftmiklum sportbát  4-6 einstaklinga á einu stórum uppblásnum banana. Þetta vekur alltaf mikla kátínu og hentar fyrir alla en þáttakendur fá allir björgunarvesti fyrir brottför. 


Hjólabátar 
Á nokkrum stöðum við ströndina er boðið upp á hjólabátaleigur þar sem unnt er að sigla í rólegheitum út á rúmsjó frá skarkala strandarinnar og lagst í sölböð á dekki bátsins. Sumir bátar hafa litla rennibraut og er vinsælt hjá krökkunum að vilja leigja slíkan bát. 

Skútu- eða snekkjusiglingar
Við Costa Blanca ströndina er bæði hægt að leigja sér litlar snekkjur með skipstjóra eða sigla með stærri bátum meðfram strandlengjunni og skoða áhugaverði staði. Með því að leigja sér litla snekkju nokkrir saman þá stjórna gestirnir alfarið ferðinni og geta tekið með sér eigin mat eða vín. Unnt er að stunda sjóstangaveiði, skoðunaferðir, eyjasiglingar, sjóböð eða bara afslöppun. Vinsamlegast sendið okkur línu á [email protected] og við getum upplýst þig frekar eða lagt þér lið við að skipuleggja snekkjusiglingu. 
Skoðið annars þessa heimasíðu um skoðunarferðir á stærri bátum fyrir utan strandlengju Costa Blanca. 

Sjóstangaveiði

Á nokkrum stöðum geta áhugasamir leigt sér bát með skipstjóra sem siglir á góð veiðisvæði.  Vinsamlegast sendið okkur línu á [email protected] og við getum upplýst þig frekar eða lagt þér lið við að skipuleggja sjóstangaveiði.

Náttúruskoðun

Ekki þarf að keyra nema í um 15-30 mín. frá skarkala strandarmenningarinnar til að komast í óspillta náttúrana og villt dýralíf. Náttúrubörnin finnar alltaf eitthvað við sitt hæfi hvort sem áhugasviði liggur í dýraríkinu eða jurta- og plönturíkinu. Skoðið hér áhugaverða síðu þessu tengt.  

Nautaat

Víða á Costa Blanca svæðinu er unnt að skella sér á nautaat en deildar meiningar eru um það víða hvort flokka megi nauaat sem íþróttagrein. Spánverjar eru ekki sammála þessu eru ekki sammála þessu og skella sér á nautaat eins og að skella sér á fótboltaleik. Það er mjög eftirminnilegt að skella sér nautaat og upplifa þennan leik þó ójafn sé. Mælum eindregið með að allir prófi að minnsta kosti einu sinni. Sjá nánar hér á síðunni um nautaat. 

Paintpall - fallhlífastökk - sjókayakar - fjallaklifur - teigjustökk ofl. 

Allir adrenalínfíklar sem sækjast eftir jaðarsporti finna alltaf sér eitt við hæfi á Costa Blanca svæðinu. Við hjá costablanca.is viljum gjarnan geta lagt ykkur lið við að skipuleggja ævintýralegt og eftirminnilegt ferðalag með því að benda ykkur á þrautþjálfaða samtarfsaðila okkar á svæðinu sem hafa mikla reynslu á þessum sviðum og gæta fyllsta öryggis. Áhugasamir sendið fyrirspurninr á [email protected] og við upplýsum þig frekar og aðstoðum við skipulagningu.