Stórglæsilegt 2ja íbúðahús við bæinn Javea
Javea
Til baka Næsta eign
Leiguverð á viku:
Tílv.nr. 47

 • Leiguverð frá: 230.000 kr
 • Sumarverð (01.06 - 30.06):270.000 kr
 • Sumarverð (01.05 - 31.05):230.000 kr
 • Sumarverð (26.07 - 23.08):530.000 kr
 • Sumarverð (01.07 - 25.07):390.000 kr
 • Langtímaleiga: Nei
Umhverfi

 • Næsta borg: Javea
 • Fjarlægð frá þjónustu: 5 min ganga
 • Fjarlægð frá ströndu: 5 min akstur
 • Nálægt golfvelli: Nei
Aðstaða

 • Tegund: Einbýli
 • Svefnherbergi: 6
 • Baðherbergi: 3
 • Svefnpláss fyrir: 12
 • Tvíbreið rúm: 4
 • Einbreið rúm: 4
 • Internet í eign: Nei
 • Sólarverönd: Nei
 • Útisundlaug:
 • Bílastæðahús: Nei
 • Svefnsófi í stofu: Nei
 • Loftkæling:
 • Sjónvarp:
 • DVD spilari:
 • Þvottavél: Nei
 • Uppþvottavél:
 • Örbylgjuofn:
 • Kaffivél:
 • Grill:
Lýsing

EINSTAKT 2JA ÍBÚÐAHÚS STAÐSETT Á JAVEA SVÆÐINU FYRIR NORÐAN BENIDORM - EKKI NEMA UM 80 MIN KEYRSLA TIL VALENICIA - STUTT Á STRÖNDINA - 5 MIN KEYRSLA Á STRÖNDINA OG Í GAMLA MIÐBÆINN Í JAVEA - ALLT AÐ 14 MANNS MEÐ BÖRNUM GETA GIST Í HÚSINU. Stór glæsilegt 6 herbergja einbýlishús staðsett á stórri einkalóð með stórri sundlaug sem er 11 x 6 að stærð. Veröndin inniheldur heitan pott (JACUZZI), góða grillaðstöðu og útsýni yfir Montgo Fjöllinn. Þetta hús hefur upp á að bjóða öll þægindi fyrir afslappandi frí í sólinni. Húsið er staðsett í Covatelles í Javea. Á lóðinni eru appelsínu og sítrónu tré ásamt miklum gróðri. Húsið er girt hringinn og lagt mikið uppá öryggi. Húsið er rúmgott, þægilegt og með góðri lofthæð á 3 hæðum sem er skipt nokkuð niður þannig að 2-3 fjölskyldur gætu eytt góðu fríi saman. Innkeyrslan að húsinu er í gegnum rafmagnshlið sem leiðir að stóru bílastæði. Á neðri hæðinni er rúmgóð borðstofa, stofa og gott eldhús sem hafa sérhurðir út á veröndina við sundlaugina. Einnig eru á neðri hæðinni 2 svefnherbergi þar sem í öðru þeirra er hjónarúm sem hefur fyrir innan sér baðherbergi og fataherbergi. Hitt svefnherbergið á neðri hæðinni er með tveimur stökum rúmum og hefur einnig sér baðherbergi. Á efri hæðinni sem hægt er að ganga bæði innan og utan frá eru 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi. 2 svefniherbergjanna eru með hjónarúmum og baðherbergi inn af öðru þeirra. Síðan er 1 herbergi með tveimur stökum rúmum. Sameiginlegt baðherbergi er einnig á efri hæðinni ásamt eldhúsi með öllu, forstofu og sólstofu. Að lokum er unnt að ganga frá 2. hæðinni upp á 3 hæð þar sem er eitt svefnherbergi sem er með stórglæsilegt útsýni að fjöllunum. Það eru veitingarstaðir í göngufæri við húsið. Sögulegur og gamall bær (Javea) ásamt höfn er í 5 mínutna keyrslu frá húsinu en einnig tekur um 5 min að keyra niður á Arenal ströndinni sem er margverðlaunuð strönd.

Leigueignir á á einu korti
SJÁ KORTIÐ