Rúmgóð glæsieign við bæinn Javea
Javea
Til baka Næsta eign
Leiguverð á viku:
Tílv.nr. 43

 • Leiguverð frá: 120.000 kr
 • Sumarverð (20.05 - 30.06):260.000 kr
 • Sumarverð (01.07 - 31.08):430.000 kr
 • Langtímaleiga: Nei
Umhverfi

 • Næsta borg: Javea
 • Fjarlægð frá þjónustu: 10 min ganga
 • Fjarlægð frá ströndu: 10 min akstur
 • Nálægt golfvelli: Nei
Aðstaða

 • Tegund: Einbýli
 • Svefnherbergi: 5
 • Baðherbergi: 3
 • Svefnpláss fyrir: 10
 • Tvíbreið rúm: 3
 • Einbreið rúm: 4
 • Internet í eign: Nei
 • Sólarverönd:
 • Útisundlaug:
 • Bílastæðahús: Nei
 • Svefnsófi í stofu: Nei
 • Loftkæling:
 • Sjónvarp:
 • DVD spilari:
 • Þvottavél:
 • Uppþvottavél:
 • Örbylgjuofn:
 • Kaffivél:
 • Grill:
Lýsing

***Af öryggisástæðum er ekki nákvæm staðsetning á húsinu á kortinu hér að ofan - nákvæm staðsetning gefin upp þegar leiga á húsinu er staðfest**

MJÖG GLÆSILEGT 2JA HÆÐA HÚS SEM STENDUR Í FALLEGU SKÓGIVÖXNU UMHVERFI Í UM 10 MIN AKSTRI FRÁ GAMLA BÆNUM Í JAVEA. HÚSIÐ ER FALLEGA INNRÉTTAÐ OG ÖLL HÚSGÖGN MJÖG VÖNDUÐ. Þegar komið er að húsinu er keyrt í gegnum hlið en lóðin er öll girt. Bílastæði eru við húsið (komið að því að ofanverðu) en lóðin er öll mjög falleg með tröppum og hellulagðri verönd umhverfis upphitaða sundlaug sem er fyrir framan húsið og er í stærðinni 10x5 metrar. Einnig er við húsið frábær útieldunarðastaðan (barbaque) þar sem einnig er "poolborð" fyrir þá sem vilja bregða á leik. Þegar komið er inn í húsið sjálft er gengið inn í mjög rúmgott hol (stofa) þar sem unnt er að ganga til vinstri inn í 2 svefnherb. sem hafa 2 tvíbreið rúm og sameiginlegt baðherbergi. Einnig er unnt að ganga úr þessu holi (stofu) sem komið var inn í inn til hægri en þar er mjög rúmgóð borðstofa með stóru hringborði sem tekur 12 manns í sæti. Inn af þessari borðstofu er mjög rúmgóð stofa (sbr myndir til vinstri). Falleg húsgögn eru í stofunni en í henni er sjónvarp, geislaspilari og gervihnattamóttakari. Frá þessum holi er síðan góð yfirbyggð verönd þar sem eru einnig húsgögn. Til hægri við stofurnar er annar gangur en þar eru 2 önnur svefnherb. þar sem annað svefnherb er með tvíbreiðu rúmi en hitt með 2 stökum rúmum. Þessi 2 svefnherb. deila sameiginlegu baðherberg. Á þessari hæð inn af borðstofunni er einnig eldhúsið sem er með öllum búnaði þ.e.a.s. örbylgjuofni, þvottavél og uppþvottavél. Stigi liggur frá holinu upp á efri hæðina en þar er stærðarinnar svefnherbergi með rúmgóðu baðherbergi fyrir innan og útgangi út á 2 einkasvalir þar sem útsýnið er stórkostlegt til "Montgo"-fjallið og yfir dalinn til Javea. Það eru margir veitingastaðir í göngufæri og stór matvöruverslun í um 2-3 km fjarlægð frá. Einnig er ekki nema um 10 min akstur til gamla Javea þar sem finna má enn meira úrval veitingastaða, götumarkaða og spennandi mannlíf. Síðan litlu lengra er Arenal ströndin sem hefur fengið viðurkenningu fyrir hreinleika og góðan aðbúnað.

Leigueignir á á einu korti
SJÁ KORTIÐ