Glæsieinbýli við bæinn Jaeva
Javea
Til baka Næsta eign
Leiguverð á viku:
Tílv.nr. 41

 • Leiguverð frá: 90.000 kr
 • Sumarverð (01.05 - 30.06):290.000 kr
 • Vetrarverð (01.09 - 31.04):115.000 kr
 • Sumarverð (01.08 - 31.08):590.000 kr
 • Sumarverð (01.07 - 31.07):390.000 kr
 • Langtímaleiga: Nei
Umhverfi

 • Næsta borg: Javea
 • Fjarlægð frá þjónustu: 5 min akstur
 • Fjarlægð frá ströndu: 10 min akstur
 • Nálægt golfvelli: Nei
Aðstaða

 • Tegund: Einbýli
 • Svefnherbergi: 5
 • Baðherbergi: 5
 • Svefnpláss fyrir: 12
 • Tvíbreið rúm: 3
 • Einbreið rúm: 2
 • Internet í eign:
 • Sólarverönd:
 • Útisundlaug:
 • Bílastæðahús: Nei
 • Svefnsófi í stofu: Nei
 • Loftkæling:
 • Sjónvarp:
 • DVD spilari:
 • Þvottavél:
 • Uppþvottavél:
 • Örbylgjuofn:
 • Kaffivél:
 • Grill:
Lýsing

Í útjaðri spænska bæjarins Javea er einstakt 5 herbergja einbýlishús á einni hæð sem stendur á mjög stórri lóð. Lóðin umhverfis húsið er öll afgirt og hönnunin á húsinu öll einstök en húsið var allt endurnýjað fyrir nokkru síðan. Húsið hentar mjög vel fyrir stór fjölskylduna eða vinahópinn sem kýs að eyða fríinu sínu saman á frábærum stað. Í húsinu eru 5 svefnhergi sem skiptast þannig: 3 rúmgóð hjónaherbergi með tvöföldum rúmum og með einkabaðherbergi. Síðan eru 2 svefnherbergi með 2 stökum rúmum í hvoru herbergi og er sturta inn af öðru herberginu en bæði herbergin deila sameiginlegu baðherbergi. Út frá 3 svefnherbergjum er unnt að ganga út á stóra verönd. Í húsinu er mjög rúmgott nýlegt eldhús með öllu tilheyrandi þar sem unnt er að ganga út í garðinn úr eldhúsinu. Stór borðstofa og stofa með arin og sjónvarpi og gervihnattamóttakara þar sem nást margar enskar rásir. Frá borðstofunni er unnt að ganga inn í sólstofu þar sem upplagt er að slaka á með bók í hönd. Þeir sem vilja aðeins meiri spennu geta farið yfir í leikherbergið þar sem er borðtennisborð. Þegar gengið er út frá stofunni og út á veröndina er útsýni yfir stóra og upphitaða sundlaug (11 x 6), góða útiaðstöðu og fallegan garð með pálmatrjám og öðrum fallegum gróðri. Í um 10 min akstursfæri er hinn frægi Javea golfvöllur sjá nánar www.clubdejavea.com Einnig tekur aðeins um 10 min að aka niður á strönd og í gamla miðbæinn í Javea. Ekki tekur nema rétt um 30 min að keyra niður til Benidorm þar sem unnt er að fara í stærstu og helstu skemmtigarða Evrópu.

Leigueignir á á einu korti
SJÁ KORTIÐ