Fallegt raðhús á móti sundlaug - Cabo Roig
Cabo Roig
Til baka Næsta eign
Leiguverð á viku:
Tílv.nr. 117

 • Leiguverð frá: 60.000 kr
 • Sumarverð (01.04 - 30.06):85.000 kr
 • Sumarverð (01.07 - 30.09):95.000 kr
 • Vetrarverð (01.10 - 31.07):60.000 kr
 • Langtímaleiga: Nei
Umhverfi

 • Næsta borg: Torrevieja
 • Fjarlægð frá þjónustu: 1 min ganga
 • Fjarlægð frá ströndu: 5 min rölt
 • Nálægt golfvelli: Nei
 • Fjarlægð frá flugvelli: Um 45 min í akstri
Aðstaða

 • Tegund: Raðhús
 • Svefnherbergi: 2
 • Baðherbergi: 2
 • Svefnpláss fyrir: 6
 • Tvíbreið rúm: 1
 • Einbreið rúm: 2
 • Internet í eign: Nei
 • Sólarverönd:
 • Útisundlaug:
 • Bílastæðahús: Nei
 • Svefnsófi í stofu:
 • Loftkæling:
 • Sjónvarp:
 • DVD spilari:
 • Þvottavél:
 • Uppþvottavél: Nei
 • Örbylgjuofn:
 • Kaffivél:
 • Grill:
Lýsing

Gott miðraðhús sem snýr í suður sem er staðsett í aflokuðum íbúðakjarna í strandhverfinu Cabo Roig á Torreviejasvæðinu. Húsið er staðsett inn í garðinum og skáhalt á móti sameiginlegri sundlaug. Mjög fjölskylduvænn og öruggur staður þar sem enginn kemst inn í þennan íbúðagarð nema hafa lykil að garðinum.
Staðsetningiun er mjög góð þar sem ekki tekur nema um 1 min að rölta niður á strandlengjunna og um 15-20 min að rölta niður á hina vinsælu sandstrandvík Cabo Roig þar sem finna má strandbar, veitingstað og unn að leigja hjólabáta, Jetski og stunda annað sjósport (sjá myndband af ströndinni hér) Meðfram strandlengjunni eru göngustígar sem tengir saman allar sandstrandvíkurnar sem eru all margar á þessu svæði. 
Húsið sjálft er á 2 hæðum en fyrir framan húsið er flísalagður verönd og sérgarður með útihúsgögnum og útigrilli en garðurinn er vel birgður af með háum trjáum sitt hvorum meginn. Á jarðhæð hússins er rúmgóð stofa með borstofu, sér eldhús með öllum áhöldum og tækjum og lítið baðherbergi. Frá borðstofunni er unnt að ganga upp á efri hæðina en þar eru tvö svefnherbergi með baðherbergi mitt á milli. Annað svefnherbergið er með hjónarúmi en hitt er með tveimur stökum rúmum. Út frá hjónaherberginu á efri hæðinni er útgangur út á suður svalir þar sem útsýni er yfir sundlaugagarðinn. Frá ganginum fyrir framan herbergin er unnt að ganga upp á sér einkaþaksvalir sem liggur yfir öllu húsinu. 
Allt að 6 manns með börnum geta gist í húsinu en unnt er að leigja aukaleg ungingarúm og barnarúm inn í húsið. 
Ekki tekur nema rétt um 3-4 min að ganga frá húsinu út á göngugötuna í Cabo Roig en þar má finna úrval veitingastaða, bari, kaffihús, apótek, matvöruverslanir ofl. (Sjá myndband af göngugötunni hér)Allt umhverfið er mjög fallegt og er þetta hverfi mjög vinsælt á meðal ferðamanna þar sem allt er til alls á svæðinu og mjög stutt rölt í alla þjónustu, verslun ofl. Ekki þörf á að vera á bíl . Um 10 min akstur í miðbæ Torrevieja (sjá myndband hér)  og um 5 min akstur í risa verslunarmiðstöðina Zenia Boulevard - sjá myndband hér 

 

 

Leigueignir á á einu korti
SJÁ KORTIÐ