Dagskrá og ferðatilhögun

21. apríl - Föstudagur - Komudagur 


Morgunflug frá Íslandi og lent í Alicante um hádegisbilið. Tekið á móti hópnum og hann ferjaður á gististaðinn Hotel Campoamor Golf Resort. Um 45 min akstur frá flugvellinum. Eigum frátekna rástíma á Campoamor golfvellinum eftir hádegið fyrir þá golfara sem vilja taka einn hring strax á komudeginum.  

Um kl 20;00 um kvöldið kemur hópurinn saman á veitingastað hótelsins þar sem verður upp á Spænskt þema í formi tapas-rétta. Á meðan á borðhaldi stendur munu Bjarni Sig og Anna Björk fara yfir Costablanca Open 2017. Farið verður yfir dagskránna framundan og allt fyrirkomulag kynnt ásamt því sem Alli dómari fer yfir allar reglur mótsins næstu daga. Einnig verður öllum hópnum skipt upp í lið og fyrirliðar kynntir fyrir hvort lið sem stappa stálinu í sín lið. Dregið í holl og dregið um rástíma. Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. 

 

 

22. apríl - Laugardagur – Upphitunarmót á Campoamor 


Sjálstætt upphitunargolfmót með Texas Scrample fyrirkomulagi á Campoamor golfvellinum en fyrsti rástími er  kl 09:00.

Seinnipartinn eða um kl 18:00 verður Aðalsteinn Örnólfsson alþjóða golfdómari með fræðslunámsleið á hótelinu. Hann mun fara yfir helstu reglur og siðareglur golf íþróttarinnar, En námskeiðið stendur í c.a tvo tíma og er öllum frjáls mæting. Fyrirlestur Aðalsteins mun byggjast á fræðslunámskeiði á vegum GSÍ en undanfarin misseri hefur hann ferðast landshorna á milli og frætt hinn almenna kylfing um golf og siðareglur golf íþróttarinnar.

Um kvöldið verður STEIKARÞEMA þar sem hópurinn kemur saman kl 20:00 á hinum vinsæla steinarsteikarstað "Stone Grill" sem er í "Lo Fuente" þjónustukjarnanum á Campoamor. Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. Yfir borðhaldi er farið yfir stöðuna á mótinu með hópnum. Sætaferðir frá hótelinu (um 3-4 min akstur).

 

 


23. apríl - Sunnudagur - Fyrsti dagur í Costablanca Open - Las Colinas/Campoamor.

Eftir morgunmat verður golfurum í Forgjarfarflokki 1 skutlað upp á Las Colinas golfvöllinn  - um 5 min akstur. Forgjarfarflokkur 2 mun spila á Campoamor vellinum. Fyrsti rástími á báðum völlum er kl 10:00. 

Um kvöldið verður ÍTALSKT ÞEMA. Um kl 20:00 kemur hópurinn saman á veitingastaðnum PICCOLINO í Cabo Roig og snæðir saman kvöldverð og slær á létta strengi. Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði.  Yfir borðhaldi verður farið yfir stöðuna eftir daginn og uppröðun rástíma daginn eftir kynnt. Sætaferðir frá hótelinu niður í Cabo Roig (um 10 min akstur)

Eftir kvöldmatinn verður Karíókíkvöldi á Írska pöbbnum Trinity. 

 

24.apríl - Mánudagur – Annar dagur í Costablanca Open - Las Colinas.


Eftir morgunmat verður öllum hópnum (Báðir Forgjafarflokkar)   skutlað upp á Las Colinas. Fyrsti rástími kl 12:30.

Að loknum hring þarf að skila inn skorkortum til dómara sem verður í golfskálanum.

Kvöldið er frjálst.

 


25.apríl - Þriðjudagur – Þriðji dagur í Costablanca Open mótinu - Las Colinas/Campoamor 

Eftir morgunmat verður golfurum í Forgjarfarflokki 2 skutlað upp á Las Colinas golfvöllinn  - um 5 min akstur. Forgjarfarflokkur 1 mun spila á Campoamor vellinum. Fyrsti rástími á báðum völlum er kl 10:30. 

Um kvöldið verður INDVERSKT ÞEMA þar sem hópurinn kemur saman kl 20:00 á indverska staðnum "Baltic Tower" í Cabo Roig. Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. Yfir borðhaldi er farið yfir stöðuna á mótinu með hópnum fyrir lokadaginn. Sætaferðir frá hótelinu niður í Cabo Roig (um 10 min akstur)

 

26. apríl – Miðvikudagur – Fjórði og lokadagur í Costablanca Open mótinu - Las Colinas - Lokahóf. 


Eftir morgunmat verður öllum hópnum skutlað upp á Las Colinas  - um 5 min akstur. Fyrsti rástími er um kl 08:00. Ræst verður út bæði á 1. og 10.teig.  

Um kvöldið verður LOKAHÓFIÐ ásamt Uppistandi með Ladda og verðalaunaafhendingu. Síðan munu Jógvan Hansen, Vignir Snær og Hreimur Örn halda uppi fjörinu  með lifandi tónlist fram undir morgunn. Lokahófið hefst kl 19:00 á veitingastaðnum Yaho í Cabo Roig.  Sætaferðir frá hótelinu niður í Cabo Roig (um 10 min akstur)

Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. 

 


27.apríl – Fimmtudagur – Frjáls golfdagur

Frjáls golfdagur –  Eigum frátekna rástíma á  Campoamor golfvellinum um morguninn og aftur seinnipartinn. Ef þátttakendur vilja spila aðra golfvelli þá bendum við golfurum á að bóka rástíma með góðum fyrirvara en Costablanca.is hefur samið um afslátt á nokkrum völlum. Einnig getum við verið þátttakendum innan handar með skutl í SPA – verslunarferð í golfbúðir – verslunarferð í  verslunarmiðstöðina Zenia Boulevard þar sem finna má H&M - Primark ofl. 

 

28.apríl – Föstudagur – Frjáls dagur - Brottför 

Brottför frá hótelinu um kl 11:00. Lent á Íslandi seinnipartinn að staðartíma.